Leita í fréttum mbl.is

Rauðspritt og hvítidauði árið 1976

full kona4Það má mikið vera ef vínþrúgurnar í ár verða betri en árið 1976, en það er að flestra mati albesta þrúgnaár fyrr og síðar. Árið 1976 var grenjandi rigning frá því snemma vors og fram í miðjan júni en þaðan í frá hitasvækja fram í miðjan óktóber. Þetta ákjósanlega veðurfar gerði það að verkum, að þrúgurnar urðu helmingi stærri en í meðalári og svo rótsterkar að fullorðnir menn þurftu ekki að éta nema 3 - 4 beint af trjánum til að verða blindfullir, enda hafa aldrei jafn margir drukkið sig í hel en einmitt af hinum nafntoga 1976 árgangi. Manna á meðal var 76´rauðvínið aldrei kallað annað en ,,rauðspritt" og bar nafn með rentu því fólk lá einlægt eins og hráviður um öll gólf þar sem það var haft um hönd. Á sama hátt kallaðist 76´hvítvínið ´,,hvítidauði" og var svo höfugt að menn svifu hreinlega inní annan heim eftir að hafa slokrað nokkrum glösum af því í sig.

En Guð láti gott á vita. Vonandi verður 2009 árgangurinn ekki síðri en sá sem var bruggaður á því herrans ári 1976 því ekki veitir af alminnilegu rauðspritti og hvítadauða í því ömurlega árferði sem nú gengur yfir hinn siðmenntaða kapítalíska heim.


mbl.is Von á óvenju góðu ítölsku víni í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Var þessi mynd ekki tekin út um eldhúsgluggann á heimili G. J. Herbertstrasse í undir lok Tálknafjörs sl, sumar ?

Níels A. Ársælsson., 25.10.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, mér skilst að G.J.H. hafi meira að segja tekið myndina sjálfur með eigin óstyrkri hendi.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband