Leita í fréttum mbl.is

Það grillir í raunverulega endurreisn Gamla Íslands

kapital4Það er ekki nema von að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda, spangóli ámátlega þessa dagana og hafi hátt um að ekki verði gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkað nema tryggt sé að kvótaböðla og kvótaþjófar af stétt útgerðarmanna haldi sérréttindum sínum, gjafakvótanum, að fullu, fyrst gjafakvótaþegar gera sér það að leik að kaupa þrjár brennivínsflöskur fyrir nærri milljón krónur á sama tím og búrtíkin þeirra spangólar í fjölmiðlum um nauðsyn sérréttinda þeirra.

Um útgerðarmenn af þessu tagi, og illa skeindar búrtíur þeirra, má segja, að þar fari ekki hálfbjánar heldur heilbjánar. Og það er ennfremur greinilegt á orðum þeirra og framferði að þeir gera sér góðar vonir um að frjálshyggjutímabilinu sé ekki lokið og fariðð sé að grilla í raunverulega endurreisn Gamla Íslands.

Það verður þá kanske niðurstaðan af brölti ,,fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar" á Íslandi, að Vilhjálmi Egilssyni og útgerðarmanninum með brennivínsflöskurnar þrjá á milljón, verði að ósk sinni með að Nýtt Ísland sjái aldrei dagsins ljós og spillingin, ranglætið, glæpamennskan og sérréttindi yfirstéttarinnar haldi sínu í öllum aðalatriðum.


mbl.is Þrjár flöskur á nærri 900.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

Jóhannes aetli áhrifin séu betri eda meiri af svona edal-víni ??? EDA til ad sýnast :))

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 15.1.2011 kl. 15:53

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þeir telja sér sennilega trú um að það sé betra að míga því.

Jóhannes Ragnarsson, 15.1.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband