Leita í fréttum mbl.is

Þegar Kolbeinn fékk ebólu í utanlandsferð

kol49.jpgÍ vor sendi Framsóknarmaddaman sinn besta mann, Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra til útlanda til að fixa nokkur trix fyrir utanríkisráðherrann og gifturíka kaupfélagsstjórann í Skagafirði. Þegar hann kom til baka úr þessari mikilvægu ferð leist frú Ingveldi eiginkonu hans ekki á útganginn á kauða. Karldruslan var sem sé áberandi rauður og þrútinn í framan, rauðflekkóttur á maga, bringu og baki og með gríðarlega bólu á annarri rassakinninni, háfgert ýldukýli sem einhver vemmilegur ófögnuður lak úr. Frú Ingveldur varð auðvitað skelfingu lostin þegar hún uppgötvaði þessi firn á líkama hins ábyrgðarfulla framsóknamanns og hringdi felmstfull í Gottfreð lækni og lýsti sjúkdómseinkennunum fyrir honum. Og Gottfreð læknir var fljótur að kveða upp sinn óhagganlegan læknisúrskurð: - Hann er kominn með ebólu, rækalls gemlingurinn. Þú verður laus við hann fyrir fullt og allt innan þriggja daga. Hann grotnar í sundur og verður orðinn að drulluklessu um það bil sem hann skilur við. Hann hefir lent á einhverri óþverrakéllíngu þarna í útlöndunum; nú eða óþverrakalli, mér skilst að þessir framsóknarbesefar verði einlægt svoleiðis þegar þeir komast út fyrir landsteinana.
    - Og er þá ekkert hægt að gera? spurði frú Ingveldur og var fremur óróleg.
    - Ekkert hægt að gera? Það er nú það, svaraði Gottgreður læknir. Jújú, þú getur opnað gluggana til að hleypa pestinni af honum út. En ef þú hefir áhuga á að hann hafi þetta af, skaltu halda honum augafullum í tíu daga og láta hann totta í sig kannabis eins og hann hefir meðvitund til.

Að tíu dögum liðnum hringdi frú Ingveldur aftur í Gottfreð lækni og þakkaði honum læknisráðið, Kolbeinn væri laus við ebóluna en hinsvegar væri ekki alveg runnið af honum ennþá.
mbl.is Óttast að ebóla sé komin til Gana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha, aumingja Kolbeinn ....

Níels A. Ársælsson., 7.7.2014 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband