Leita í fréttum mbl.is

Nöturleg staðreynd

Auðvaldssví 2Starfsmannaleigur eru miður geðsleg fyrirbæri, sem auðvaldið hefir af hugkvæmni sinni fundið upp til að arðræna vinnudýrin. Satt að segja minnir þessi óþverri á fátt annað en mansal, þrælahald og ofbeldi, þar sem hinir kapítalísku herrar umgangast launafólk eins og hverjar aðrar skepnur sem aldar eru til frálags. Það er nefnilega þannig, að kapítalisminn, þetta lágkúrulega skrímsli sem einfeldningar halda að sé náttúrulögmál og Guðs vilji, er knúið áfram af græðgi, skipulögðum þjófnaði, ómældri sóun verðmæta og gengdarlausu arðráni, að ógleymdri lýginni sem er inngróinn í kapítalismann.

Það er vægast sagt undarlegt, að ég ekki segi fársjúkt, að vinnandi fólk skuli ekki hafa kastað arðræningjastóðinu og auðvaldslúsablesunum fyrir löngu útí hafsauga og kapítalisimanum á ruslahaug sögunnar. Þessi nöturlega staðreynd er ekki hvað síst annkannanleg og sorgleg vegna þess að launafólk hefur engu að tapa nema hlekkjunum við að sökkva auðvaldskefinu fyrir fullt og fast niður í botnlaust kviksyndi.


mbl.is Segir launin margfalt hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband