Leita í fréttum mbl.is

Herra Haarde og hans kompaní.

Herra Haarde og hans kompaní er greinilega kominn á bullandi flótta með fyrirætlum auðvaldsaflanna að ræna Landsvirkjun frá almenningi. Hann veit sem er, að umræða um slíkt ráðabrugg er ekki heppilegt rétt fyrir kosningar, það gæti kostað ríkisstjórnarflokkana heilmikið fylgi.

Annars virðist herra Haarde vera svolítið séður karl, a.m.k. gerir hann hvað hann getur til að fela ránfuglinn undir sauðagærunni, lygnir augum í sjónvarpsviðtölum, slær úr og í og veltir vöngum. Minnir einna helst á værðafullann fresskött sem dormar á meltunni. Takist honum með þessu værðarmóki að rorra ríkistjórnarjaktinni heilli til hafnar á kjördag með Framsóknarmaddömuna á lífi, mun Sjáfstæðisflokkurinn verða fljótur að kasta sauðargærunni og taka til við að skerpa gogg og klær, albúinn að halda ránsskap sínum áfram græðginni til dýrðar.

 


mbl.is Stjórnarflokkar ekki rætt um sölu á Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Sjö vísbendingar þess að þú sért að tapa glórunni:

 
  1. þér finnst allir vera að fylgjast með þér
  2. þér finnst allir vera að tala um þig
  3. þér finnst allir vera að stela af þér
  4. þér finnst verið að elta þig
  5. þú færð dulin skilaboð sem aðrir fá ekki
  6. þú heldur að verið sé að stela hugsunum þínum
  7. þú telur þig hafa fundið upp eða uppgötvað hitt og þetta án þess að umheimurinn kannist við það að þú hafir verið þar að verki
 

Eitthvað held ég að þú getir jánkað fleiru en einu atriði á þessum lista Jói minn. Viltu að ég hringi í mennina í hvítu sloppunum?

Presturinn, 3.5.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta kallar maður nú sálusorgun, séra minn!

En því míður, ég get bara ekki jánkað einu einasta atriði hjá hjá þér.

Ég vara þig hinsvegar eindregið við að hringja á mennina á hvítu sloppunum, það gæti haft talsverð óþægindi í för með sér fyrir þig. Þeir telja það víst ekki eftir sér, sloppamennirnir, að sækja fólk sem hringir í þá.

Jóhannes Ragnarsson, 3.5.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Presturinn

hmmm. . . ? kannastu ekki við að halda t.d. að menn séu að stela af þér? Eitthvað deilið þið VG-menn um það við aðra hver ykkar á þær hugmyndir sem eru í gangi! eigum við að halda áfram eða á ég að bjalla í sloppanna fyrir þig? :)

Presturinn, 3.5.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég kannast ekkert við að menn séu að stela af mér, enda ekki feitann gölt að flá í mínu tilfelli.

Hvaða hugmyndir eru það sem VGarar eru að rífast um við aðra? Í því spursmáli kem ég af fjöllum og vel það.

Heyrðu væni minn: á ég að trúa því að þú, sjálfur musterishöfðinginn, hafir látið undir höfuð leggjast að lesa aðvörunarorðin sem ég beindi til þín í síðustu athugasemd? Nú ef þú vilt hætta á að hringja í slopparanna, þá það.

Jóhannes Ragnarsson, 3.5.2007 kl. 18:27

5 Smámynd: Presturinn

tjaaa. . koma þeir nokkuð? er ekki geðheilbrigðiskerfið í álíka rúst og geðheilbrigðið okkar:) hvað er annars að sjá það að þú sért að kenna mig við sjálfstæðisflokkinn Jói. . .ég hélt að við værum vinir.

Presturinn, 3.5.2007 kl. 19:42

6 Smámynd: Presturinn

varðandi það að stela þá varstu að tala um að menn hefðu stolið bönkunum (sem þeir keyptu) og varðandi hugmyndirnar þá heyri ég Steingrím vart segja annað en "við erum búnir að segja þetta í mörg ár" og verða afskaplega rauður. . .

Presturinn, 3.5.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú allnokkuð að svelgja í sig einni fiskveiðiauðlind, tveimur bönkum, einum landsíma, fyrir utan ýmsa smærri rétti. Samt er kvikindið ennþá glorhungrað. Reyndar lét einn af litlu spámönnum sér nægja að snapa upp kantsteina, gúmmídúk og smáræði af spýtnarusli. Það kalla ég hógværð og nægjusemi.

Það er mín skoðun að nú sé komið mál að láta bölvaða auðvaldsskepnuna laxera og það svo um munar.

Næst á dagskrá, ef allt væri með felldu, er að samfélagsvæða Ísland og skapa þjóðfélag siðaðra manna og við verðum jafngóðir vinir eftir sem áður. 

Jóhannes Ragnarsson, 3.5.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband