Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað er þetta mál allt stórfurðulegt

xvudwra.jpgAuðvitað er það stórfurðulegt að Katrín Jakk sé önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrir það fyrsta er stórfurðulegt að hún sé yfirleitt orðin forsætisráðherra, jafn skoðannasljó sem hún er og gjörsneydd pólitískum hugsjónum, einkum þó og sérílagi sósíalískum hugsjónum. Leiðtogi er hún enginn, en sjálfsagt nothæf sem fundarstjóri, einkum ef átök eru víðsfjarri. Þegar spurt er af hverju hún hafi svona mikið persónufylgi minnist enginn á meintar stjórnmálaskoðanir hennar; það sem maður kemst næst um þessar vinsædir er að hún sé alltaf svo glaðleg og brosmild, og þar með eru kostir hennar sem stjórnmálamanns upp taldir.

xv2.jpgHinsvegar er ekki eins létt brúnin á öllum þeim sem glæptust til að kjósa VG í síðustu kosningum og lesið hafa stjórnarsáttmálann, sem Katrín er skrifuð fyrir. Í þeirra huga er hvernig í ósköpunum þessi formannsnefna, þingflokkur og flokksráð VG skuli voga sér að ráðstafa atkvæðum þeirra; fjölmargir töldu sig hafa verið að kjósa ,,vinstrihreyfingu" en ekki Bjarna Ben, frú Andersen og Samherja-Stjána. Allt um það kemur upp úr pakkanum hjá kjósendum VG enn ein auðvaldsstjórnin með kássu af gjörspilltum ráðherrum. Það er ekki nema von, að kjósendur fái skítabragð í kjaftinn þega þeir sjá Katrínu birtast á sjónvarpsskjánum, brosandi út að eyrum svo glampar á endajaxlana í jafn ógeðfelldum selskap og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar eru.

x25Þó verður að geta þess þegar fjallað er um Katrínu og þá einskisnýtu pólitík sem hún stendur fyrir, að hún er einungis peð, sem engu ræður í raun og veru, hvorki innan eigin flokks né í ríkisstjórn. Upphaflega var hún gluggaskraut Steingríms og flokkseigenda VG sem varaformaður flokksins, enda sýndi hún ekkert lífsmark og engann lit í því embætti. Þegar dró nær kosningum 2013, þókti sýnt að VG mundi tapa gífurlega og það svo, að Svavarsfjölsyldan og Álfheiður voru skíthrædd um að VG mundi falla af þingi. Þá var það þrautalendingin hjá flokkseigendum að fórna Steingrími úr formannsstóli, enda voru óvinsældir hans komnar niður fyrir allt sem áður var þekkt. Og þar eð Katrín var varaformaður var ekki hægt að ganga fram hjá henni á þessum tímapunkti, en auðvitað var það Svandís Sendiherrans sem átti að taka við, en það var bara ekki hægt, nema boða til landsfundar, sem heldur var ekki hægt vegna tímaskorts. Þar næst kom upp úr dúrnum, að Katrín virtist hafa miklið pessónufylgi, sem komið hefur í veg fyrir að flokkseigendunum þætti stætt á að fara með hana í öskutunnuna og gera Svandísi að formanni. Þannig má segja að upphefð Katrínar Jakobsdóttur sé tilkomin vegna raðar af tilviljunum, sem hinir stógáfuðu flokkseigendur VG reiknuðu ekki með.


mbl.is „Furðulegt að ég sé önnur konan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband