Leita í fréttum mbl.is

Við þekkjum öll skemmdarverkamennina, og flesta þeirra að illu einu

piss_1126418.jpgEkki kæmi á óvart þótt för þau hin miklu í mosaþembunum að Fjallabaki séu eitthvað tengd frú Ingveldi og því fólki. Ennfremur er líklegt að séra Atgeir p. Fjallabakssen hafi verið för, þá mosinn var reyndur með vélsleðum. Eins og nafnið bendir til, þá á séra Atgeir p. Fjallabakssen ættir sínar að rekja að Fjallabaki, en áar hans bjuggu mann fram af manni, öldum saman að Fjallabakskoti undir Fjallabaki. Séra Atgeir er því hagvanur þarna og hefir eflaust verið leiðsögumaður hjá ferðahópi frú Ingveldar.

Þá tildrög málsins vóru könnuð, kom í ljós, sem vonlegt var, að í ferð frú Ingveldar og þeirra var ekki aðeins séra Atgeir fararstjóri og gleðigjafi, heldur og Bacchus konungur. Það var því heldur glatt á hjalla er komið var að Fjallabakskoti, sem auðnuleysingjar nefna ,,Friðland" í dag, og vélsleðarnir knúðir til hins ýtrasta yfir grjót og urð, mosafláka og mýrarflóa. Og allir skemmtu sér vel, ekki síst værðarklerkurinn Atgeir p. Fjallabakssen, sem varð eldrauður eins og hanakambur í framan og reykti án afláts úr dollarapípu sinni.

Þegar búið var að gjöra mosapöldrunum skil, mé Brynjar Vondalykt í förin eftir sleðabeltin og þau hin fóru að dæmi hans. Mestu mé þó séra Atgeir, en Kolbeinn Kolbeinsson, sem horfði á kveðst fullviss, að karlinn hafi dælt rúmu gallóni hlands úr rana sínum ofan í skemmdirnar. Það munar um minna. Máría Borgargagn horfði líka starandi glyrnum á aðfarir sóknarprestsins og dáðist að; hún hafði aldregi séð eins volduga gusu koma svo mjórri títu áður og trúðu því að nú hefði hún orðið vitni að heilögum jarteiknum og setti krossmark með löngutöng og vísifingri yfir títuna Fjallabakssens, en værðarklerkurinn mælti að bragði: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar, gimbrin mín." Og Máría Borgargagn hugleiddi orð musterishaldarans lengi. 


mbl.is „Þetta er fáheyrt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband