Leita í fréttum mbl.is

Örlög manns sem hrćkti í andlit Hálfdáns Varđstjóra

Hálfdán2Fyrir einum fimm eđa sex árum gjörđist ţađ, ađ mađur nokkur hafđi samband viđ Hálfdán Varđstjóra og sagđi sínar farir ekki sléttar. Ţannig háttađi  til, ađ mađur ţessi hafđi komiđ ađ eiginkonu sinni í örmum annars manns og vildi nú fá Hálfdán Varđstjóra til ađ halda uppi réttlćti fyrir sig. Hálfdán mćtti á svćđiđ og komst fljótt ađ raun um hverskyns var. Mađurinn, sem setti sig í samband viđ Varđstjórann, hafi lokađ konu sína og friđil hennar inni í hjónaherberginu, sem stađsett er á fimmtu hćđ, ţannig ađ útilokađ var fyrir friđilinn ađ flýja út um gluggann, ţví ţađ hefđi orđiđ hans bani.

Er nú ekki ađ orđlengja, ađ Hálfdán Varđstjóri rífur upp dyrnar hjónaherbergis mannsins og blasir ţá viđ heldur óhugguleg sjón: Ţar lá eiginkonan í rúminu á klámfenginn hátt og hafđi ekki einusinni boriđ viđ ađ fara í nćrbuxur, en viđ hliđ henni Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmađur, ofurölvi međ tillann eins og bandprjón út í loftiđ. Ţađ var ekki örgrunnt um ađ uppstilling hinna bersyndugu í hjónarúminu konunnar hleypti illu blóđi í Hálfdán Varđstjóra, ţví hann rak upp ógurlegt öskur um leiđ og hann stökk á hjúin í bćlinu. Eiginmađur konunnar ćtlađi ađ trítla á eftir Varđstjóranum inn í herbergiđ, en Hálfdán stökk upp og skellti á nefiđ á karlinum og lćsti ađ sér međ Kolbeini og hórkonunni. Ţegar herbergisdyrnar upp lukust á nýjan leik, gjörđi sá kokkálađi manngarmur sér lítiđ fyrir og hrćkti framan í Hálfdán Varđstjóra, en ţađ hefđi hann átt ađ láta eiga sig.

Svo kallađi Hálfdán í lögreglumenn sína, sem biđu úti í lögregluvagninum, og bauđ ţeim ađ járna eiginmanninn og konu hans ásamt Kolbeini Kolbeinssyni framsóknarmanni og bera ţau í vagninn. Ţađ er í minnum haft, hvađ brotafólkiđ öskrađi mikiđ og blótađi međan lögregluprjónarnir voru ađ halda á ţeim út í bíl. En á stöđinni varđ mikiđ um dýrđir ţegar búiđ var ađ koma fólkinu í yfirheyrsluklefann Hálfdáns Varđstjóra. Og áđur en Hálfdán vóđ inn í klefann, á bláröndóttri sundskýlu einni klćđa, hafđi hann skotiđ á sig stinnum hálfslítra ákavítis, sem hann á ćtíđ í handrađanum til ađ nota viđ krefjandi yfirheyrslur. Eftir á var Kolbeinn, eiginmađur frú Ingveldar, skrifstofustjóri og framsóknarmađur mállaus í ţrjár vikur, svo nćrri gekk Hálfdán Varđstjóri honum til ađ fá hann til ađ međganga. En mađurinn, sem olli öllum látunum međ ţví ađ hringja í Varđstjórann og klaga konu sína fyrir hórlifnađ og hafđi auk ţess hrćkt í andlit Hálfdáns, var dćmdur í átta ára fangelsi fyrir svívirđilega framkomu viđ valdstjórnina og lausmćlgi varđandi einkamál Kolbeins Kolbeinssonar og konu ţeirrar, sem var í ţessum tímapunkti eiginkona hinnar hrćkjandi klöguskjóđu.   


mbl.is Hrćkti á lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband