Leita í fréttum mbl.is

Enn á ný sannast orð Hallgríms: Ó, hve illan enda ódyggð og svikin fá ...

x26Jæja, svo að það fór þá svona. Bjarniben flæmdur á brott úr sinni landareign eins og öreiga Palestínumaður úr eigin landi. Við þessi tíðindi má gera ráð fyrir að heilmikil Þórðargleði brjótist út meðal krataeðlisstóðsins, - sem líka vildi, og vill, selja banka í klær auðvaldsstóðsins, en bara selja það aðeins öðruvísi en aumingja Bjarniben og Sjálfstæðisflokkurinn. Ágreiningurinn, ef ágreining skyldi kalla, milli þessara hópa stóðhrossa íhalds og krataeðlis, hefur sem sé aldrei staðið um hvort eigi að selja og gefa auðvaldinu eignir almennings, heldur hefir meintur ágreiningur aðeins verið um misóljósar aðferðir við að stela, gefa og selja eigur okkar. Þannig þannig hefir það verið síðustu átján árin fyrir Hrun og fimmtán árin eftir Hrun.

En dagar Þórðargleði og móðursýki út af hruni Bjarnaben verða fljótir að líða. Ég geri ráð fyrir að nú sé stjórnmálastéttin þegar komin á fullt við að búa til vafninga og fléttur til að komast út úr fyrirliggjandi óláni dagsins sem fyrst. Verst er, að með brottfalli Bjarnaben, er Katrín nokkur Jakobsdóttir eins og ein og yfirgefin á flæðiskeri, því Bjarniben hefir verið hennar helsta stoð, eigandi og strengjadúkkustjórnandi í hennar fáránlega og ömurlega, poletiska loddaraleik. Það má því gera ráð fyrir að Katrín hellist úr lestinni í poletikinni og flokkurinn hennar hafni þar sem hann á heima, í Sorpu.

Líklega nota Sjálfstæðismenn tækifærið, sem þeir hafa beðið eftir, og fara með flokkinn sinn í andlitslyftingu, skipti um trýni á forustunni, og mæti sem nýr og syndlaus Flokkur til næstu kosninga. Þetta gerði Samfylkingin og hefir uppskorið gott gengi í skoðanakönnunum. Síðan er borðliggjandi að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn, undir forustu Áslaugar Örnu og stúlkunnar með langa nafninu, fara saman í ríkisstjórn strax að loknum kosningum. Sú góða ríkisstjórn verður tekin við fyrir næstu jól. Aftur á móti mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja gömlu Framsóknarmaddömunni um hríð, enda er það gamla svín orðið langþreytt á hækjuhlutverkinu í bili.     


mbl.is Bjarni segir af sér embætti fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband