Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir Frelsarinn um sjóndepru og staurblindu jómfrúarinnar?

xxx4Já, jómfrú Giljagjá Mysst er eitt marfalt heimsmet hvurnig sem á er litið. Þessa dagana er hún önnum kafin við að leita uppi hryðjuverkasamtök fyrir Íslendinga að fordæma. Eins og búast mátti við, var jómfrúin fljót að þefa uppi hroðaleg terrorisimfélög meðal langþjáðra öreiga suður í Palestínu og krefst hún þess að þessi ófögnuður verði krossfestur með sama og kastað ofan í helli og grjótbjargi velt fyrir. Enda er jómfrúin sannkristin jómfrú, komin í beinan karllegg af Ragnheiði byskubbsdóttur.

Því miður er jómfrú Giljagjá illa sjótrufluð á vinstra auga, og mjög líklega á því hægra líka ef einhverju hægra auga er til að dreifa á henni; sennilega er mærin af ætt Kýklópa, sem er ærið vafasamur þjóðflokkur á Grikklandi. Út frá sjóndepru jómfrúarinnar skýrist svo glámskyggni hennar á stærstu og voldugustu hryðjuverkasamtök alheimsins, sjálfan bandaríkjaher. Það má með sanni segja að aumingja konuöspin sér ekki skóginn fyrir trjánum, - eða með öðrum orðum: Hún sér ekki hinn djöfullega hryðjuverkaher fyrir fáeinum veikburða flugeldaskotmönnum á slóðum Frelsarans.

jesus5Og fyrst vér höfum nefnt Frelsarann á nafn þessum postullega pistli, þá væri ekki úr vegi hverjum augum hann lítur fullkomið sálarrökkur og staurblindu jómfrúarinnar. Jú, Frelsarinn staðhæfir að sannlega sé tiltölulega auðvelt að útvega blindum sýn, en sá sé hængur á, að poletisk sjónleysi af völdum hægriheilaþvottar sé ekki hægt að lækna, en á slíkan krankleika dugi ekki einusinni kraftaverk, því að í soleiðis tilfellum sé við óyfirstíganleg náttúrulögmál að etja. Hins vegar sé jómfrú á besta aldri létt verk að segja af sér þingmennsku og fá sér heiðarlega vinnu, til dæmis í ferðaþjónustu eða laxeldinu, því þar þurfi ekki ýkja skrapa sjón.   


mbl.is Andúð á gyðingum vaxandi vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband