Leita í fréttum mbl.is

Benedikt páfi XVI genginn í VG.

Jæja, og Bensi páfi bara genginn í VG. Svona getur nú kaþólskan tekið á sig óvænta mynd, þegar hún vill það við hafa. Ég er viss um að hans heilagleiki kemur til með að taka sig vel út við hlið Hjöla Gutt, Kolbrúnar Halldórs og frú Álfheiðar Inga. Og Bensi páfi mun áreiðanlega ekki telja eftir sér að taka þetta hugljúfa yfirstéttargroms til skrifta, þó telja megi líklegt að það geti tekið nokkuð á taugar hins heilaga föður. 


mbl.is Benedikt XVI hvetur til umhverfsverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Til viðbótar því sem ég áður tjáði mig um þína síðustu færslu langar mig að segja það , að þú Jóhannes virðist virðist innst inni hafa áhyggjur að framgangi Vinstri Grænna?

Þorkell Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 13:58

2 identicon

Eru þá allir þeir sem hvetja til umhverfisverndar í VG? 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Rétt er það Þorkell, að ég hef áhyggjur af VG enda tel ég mig vera einn af stofnendum þess flokks. En ég hef því miður orðið fyrir miklum vonbrigðum þróun VG, því í staðinn fyrir að verða rauverulegur verkalýðsinnaður vinstri flokkur með stéttarbaráttu að leiðarljósi, finnst mér við standa uppi með flokk eftir-millistéttar og yfirstéttarfemínista, nokkurskonar Grænt Kvenfélag, sem hefur andstöðu við vatnsvirkjanir að borgaralegu áhugamáli, hobbýi.

Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2007 kl. 14:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skrifaði kona inn á Málefnin í vor og vetur sem deildi þessum áhyggjum þínum. Mér er kunnugt um að félagar í flokknum voru ekki hressir með skrif hennar.  Hún kallaði sig Ragnhildi rauðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2007 kl. 14:25

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Geturðu nokkuð sagt mér Ásthildur hvernig óhamingja flokksfélaga lýsti sér með þessi skrif sem þú talar um?

Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: halkatla

ég hef alltaf verið heit fyrir Benedikt páfa, núna er hann bara að gera góða hluti, vonandi er það ekki bara í dag, hehe. ég elska VG af því að hann er umhverfisverndarflokkur - en hann á ekki bara nema staðar þar, að sjálfsögðu ekki

halkatla, 2.9.2007 kl. 15:23

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ekki geri ég lítið úr áhyggjum þínum, Jóhannes, um verkalýðspólitík, en bendi á að aðalefni flokksráðsfundarins á Flúðum var um almannaþjónustuna. Líklega er það þar sem stjórnmálaöfl og verkalýðsfélög þurfa að standa saman á næstu árum gegn enn þá meiri einkavæðingu og gjaldtöku af almenningi, ríkum sem fátækum. Ég er einn af þeim sem telja sig vel geta greitt eitthvað meira í opinber gjöld og vilja ekki sífelldar hækkanir á þjónustugjöldum. En svo eru þó nokkrir sem gætu lagt fram verulega stærri skerf en gera ekki annaðhvort vegna þess þeir borga bara 10% skatt á löglegan hátt eða koma sér undan því einhvern veginn.

Svo og ef þú veist það ekki þá hafa konur að jafnaði lægri laun en karlar og launamunurinn er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 16:02

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Almannaþjónusta, svo kölluð, er eitt, stéttarbarátta og verkalýðspólitík annað, svo það sé á hreinu. Launamunur kynjana er einhver, um það þarf ekki að deila, en í verkalýðsstétt er þessi munur hverfandi. Og hvaða launamunur er það sem er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu? En því miður Ingólfur, VG er ekki verkalýðsflokkur og það sem verra er, hann vill ekki vera það. Þar af leiðandi getur VG tæpast talist vinstrihreyfing. 

Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2007 kl. 16:29

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Varla greinir okkur á um það, Jóhannes, að tryggingar, heilbrigðisþjónusta, skólakerfið o.fl. væri tæpast til ef engin barátta verkalýðssamtaka/samtaka launafólks hefði átt sér stað í tímans rás - þótt okkur kunni að greina á um hvernig VG sé að þróast. Ég vil reyndar að VG rúmi margvíslega baráttu og tel ekki að baráttu launafólks hafi verið úthýst fyrir baráttu með náttúrunni eða fyrir hagsmunum kvenna af öllum stéttum.

Launamunur kynja er meiri á landsbyggðinni, en í augnablikinu finn ég ekki tölurnar sem ég man eftir. Í einni skýrslu frá forsætisráðuneytinu, Nefnd um efnahagsleg völd kvenna (2004), höfðu konur að jafnaði aðeins 72% af heildarlaunum karla. Talan sem ég finn ekki var cirka 65% á landsbyggðinni, en ekki sortéruð eftir stéttum. Allsláandi um aðstöðu kvenna til sjávar og sveita - og þá ekki verið að hrósa aðstöðu karla.

Ég sé láglaunastörf kvenna allt í kringum mig, og ekki eru álverin kvennavinnustaðir þótt Alcoa segist nú hafa ráðið fleiri konur en Norðurál (30% hópsins í stað 15% hjá Norðuráli). Enda eru færri konur á landsbyggðinni hlutfallslega en í þéttbýlinu; eru það þá yfirstéttarfemínistarnir sem þú nefnir svo? Flýja landsbyggðina. Munurinn ein fjögur eða fimm prósentustig á Vestfjörðum og miklu meiri á Austfjörðum sem kann að vera tímabundið.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 17:09

10 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Annars er ég svolítið hrifinn af þessu orði hjá þér, Jóhannes, í aths. nr 3: eftir-millistéttarfemínistar! Myndi það vera á ensku post middle-class feminists? Fannstu þetta upp eða er þetta úr nýjustu marxísku fræðunum? (Ég hafði bara heyrt post-feminists og það var ekki marxískt!)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 17:18

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvenær hafa sósíalistar eða vinstrisinnar verið hliðhollir alþýðunni ?
ALDREI! Hversvegna ættu þá VINSTRI grænir að vera það ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2007 kl. 17:56

12 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hvar í ósköpunum hefur þú Guðmundur minn, alið manninn s.l. áratugi. Þótt verkamenn geti ekki hoppa hæð sín vegna góðra kjara í dag, leyfi ég mér hiklaust að fullyrða, að þau væru ekki svipur hjá sjón án þátttöku vinstra fólks í verkalýðsmálum undanfarna áratugi og gera enn. 

Þorkell Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 18:34

13 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Auðvitað væri velferðarkerfið lítilfjörlegt ef baráttu verkalýðssamtakanna hefði ekki notið við. Á síðustu árum hefur velferðarkerfið átt í vök að verjast og látið undan síga, að sama skapi hafa samtök verkafólks veikst. Þú virðist hafa tekið eftir því Ingólfur, að barátta launafólks á því miður ekki upp á pallborðið hjá VG. Hinsvegar er að sjá að þú hafir ekki áttað þig á, að það sem þú kallar ,,baráttu fyrir hagsmunum kvenna af öllum stéttum" hefur ekki sýnt sig í öðru en efri-millistéttar- og yfirstéttarfemínisma, en þessháttar geðslegheit eru að sjáfsögðu best geymd innan borgaralegra vébanda með slagorðinu ,,stétt með stétt."

Í sambandi við meintan launamun kynja á lansbyggðinni sem þú nefnir, verða allar forsendur að vera á hreinu. Ég þykist vita að á meðal verkafólks er launamunur eftir kynjum lítill. Einnig hef ég grun um að launamunur milli kynja fyrir sömu störf á landsbyggðinni sé langt í frá eins mikill og þú nefnir, eða 65-72%. Hinsvegar eiga konur nokkuð í land með að hreppa feita bita í viðhafnarsak auðvaldsins.

Og komdu sæll og blessaður Guðmundur minn Jónas Kristjánsson, framsóknar maður að mennt og upplagi. Ég lít á það sem óverðskuldaðan heiður að þú skulir hafa lagt lykkju á leið þína og kíkt við á síðunni minni. Að sjálfsögðu mun ég ekki voga mér að andmæla þér enda til lítils að kenna gömlum framsóknarmanni að sitja til borðs með alþýðunni.

Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2007 kl. 19:20

14 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll, Jóhannes, það er ekki vegna femínisma sem verkalýðshreyfingin hefur veikst, og e.t.v. engin ein ástæða fyrir því að hreyfingin hefur veikst. Ég hygg að breytt samsetning atvinnu í landinu og markvissar aðgerðir atvinnurekenda gegn verkalýðshreyfingunni eigi þar stærstu hlutina. VG er því miður ekki nógu öflug hreyfing til að meint áhugaleysi flokksins ráði verulega miklu þar um. En endurtek að málefnið sem rætt var á Flúðum kemur öllu launafólki til góða, sennilega því meira sem launin eru lægri. Kveðjur að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 20:04

15 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Sæll Jóhannes í mínum huga telst eftirfarandi til baráttu vekalýðsins: að jafna kjör fólks, að sjá til þess að eðlilegar reglur gildi um réttindi þeirra og standa vörð um þau. Eins og ég hef sagt áður (í svari til þín á blogginu mínu) höfum við í VG haldið umræðu um misskiptingu í þjóðfélaginu á lofti. Ályktun okkar um almannaþjónustu hlýtur að einhverju leyti snerta alla þegna samfélagsins, og þar af leiðandi verkalýðsbaráttuna.

Við höfum einnig talað um að bæta þurfi kjör þeirra lægst launuðu í landinu og er ég á því að þetta sé mjög brýnt verkefni að berjast fyrir því að kjör þessara einstaklinga verði bætt. Við höfum komið með tillögur um tilfærslur í skattakerfinu sem lúta að þessum málum. Þetta eru örfá dæmi. Ég get því ekki verið sammála þér eins og ég hef sagt áður.

Enn og aftur um flokksráðsfundinn, en þar voru saman komin um 70 manns af öllu landinu. Umræurnar voru mjög góðar, farið um víðann völl, kjör almennings í landinu rædd meðal annars.

Ég veit ekki hvort ég telst til þessa Græna kvenfélags sem þú ert að lýsa hér að ofan - sé mig amk ekki alveg í þessari lýsingu. Skil hinsvegar pælinguna í kringum milli- og yfirstéttarfeminista þar sem ég hef rætt svipaðar pælingar við marga og þá aðallega hvernig eigi að virkja allar stéttir kvenna eða konur alls staðar að í réttindabaráttu kvenna. Mér finnst okkur ekki hafa tekist það og hef áhyggjur af því.

Með góðri kv. alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 2.9.2007 kl. 20:21

16 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er víst ekki nóg að láta nægja að tala um, á lokuðum fundum, að það þurfi að ,,bæta kjör þeirra lægst launuðu" þegar því er ekkert fylgt eftir á nokkurn hátt og hugur fylgir ekki máli. Þeir sem halda því fram að VG sé flokkur verkalýðshyggju og stéttarbaráttu eru annaðhvort í mikilli afneitun eða halla vísvitandi réttu máli. Þegar ,,hinir ánægðu" í VG hafa ekkert til að vísa í en einhverjar óljósar hugmyndir sem eiga að sanna að flokkurinn sé ósköp aumingjagóður, er ekki von á góðu. Þessháttar málflutningur sýnir aðeins betur og sannar, að VG er ekki raunverulegur vinstriflokkur þó ráðamönnum þar þyki, ag einhverjum ástæðum, hyggilegt að reyna að lát líta út að svo sé.

Jóhannes Ragnarsson, 3.9.2007 kl. 07:26

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hringdi í mig kona sem ákveðnir aðilar töldu að skrifaði undir nafni Ragnhildar Rauðu, hún bað mig um að staðfesta að hún væri ekki þessi Ragnhildur, því hún lægi undir þrýstingi frá því sem RR kallaði þotulið Vinstri grænna.  Í skrifum RR kom m.a. fram að það ætti að reyna að útiloka Ögmund Jónasson frá því að komast að í prófkjöri.  Ég get fundið pistla hennar ef ég leita. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 13:21

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér eru dæmi úr skrifum Ragnhildar Rauðu.  Hún segist vera Vinstri græn, en er með svipaðar áherslur og þú.  Hér koma þessar tvær færslur hennar.

félaga. 9 Apr 2006 Read TopicHjákátleg persónudýrkun innan VG. Mikil þó bölvuð hörmung er að verða vitni að þeirri ömurlegu persónudýrkun sem ríður húsum innan stjórnmálaflokksins Vinstriheyfingin - grænt framboð. Ég átti satt að segja ekki von á að þessi flokkur ætti eftir að leggjast svo lágt sem raun ber vitni.

Dag eftir dag birtast myndir í lit í auðvaldsblöðunum af Svandísi Svavarsdóttur, stífmálaðri og uppflikkaðri. Og ekki er fyrirsögnin með myndinni neitt slor: "Svandís út um alla borg" skal það heita.

Og Svandís hefur verið að funda út um alla borg. Ekki vantar það. Aftur á móti hefur fundargesti vantað tilfinnalega á þessa fundi hennar. Það hefur orðið hlutskipti hennar að tala yfir tómum kofunum á fundarherferðinni "út um alla borg."

Hins vegar eru Árni Þór, sem skipar sæti númer 2. með Svandísi og Þorleifur, sem skipar það þriðja, ákaflega sárir og reiðir yfir sínu hlutskipti. Enda skiljanlegt, á þá er hvergi minnst þegar framboð VG í Reykjavík er annars vegar. Það getur nefnilega verið sárt að vera niðurlægður frammi fyrir alþjóð með þessum hætti. Í vanmætti sínum hafa þeir félagar brugðist við með því að kenna Svavari Gestssyni, föður Svandísar, og Hjörleifi Gutt um hvernig staðið er að áróðursmálum í kosningabaráttu VG í borginni.



Nú, allir þekkja persónudýrkunina kringum Steingrím formann innan VG. Ungliðarnir eru látnir ganga í rauðum bolum með svartri mynd af Steingrími með alpahúfu, en þessi kyndugheit eiga víst að vísa til vinsælla bola með mynd af che Guevara, þó að þessir menn eigi fátt annað sameiginlegt en að annar var læknir að mennt en hinn kvæntur lækni!

Þá hafa vinstrigrænir sýnt tilbuðrði á þá átt að hefja Hjörleif nokkurn Guttormsson á stall persónudýrkunar. Liður í þeirri viðleitni var að halda karlinum upphafningarmálþing á dögunum. Af því málþingi fer reyndar fáum sögum, utan hvað fáeinir þekktir útigangsmenn heiðruðu samkvæmið og þáðu léttar veitingar í tilefni dagsins.   



12 Feb 2006 Read TopicÁtök innan VG Það hafa verið átök innan Vinstri-grænna

sem ekki hafa farið hátt. Átökin felast í því

að hópi flokksmanna finnst menntafólk of

áberandi við stjórnun flokksins og ráði því

sem það vill ráða. Telja þeir að Vinstrihreyfingin

? grænt framboð sé ekki nógu verkalýðssinnuð

hreyfing. Öllum alvöru sósíalistum

hafi verið ýtt til hliðar og ráði litlu. Því

hafi tengslin við verkafólk tapast að einhverju

leyti.

Þetta er ein aðalástæðan sem lá að baki

sigri Baldvins H. Sigurðssonar á Valgerði H.

Bjarnadóttur í prófkjöri VG á Akureyri. Hin

vinnandi stétt reis upp. Fólkið hafnaði

menntakonunni og kaus alvöru vinstri

mann, sem kokkar kjötbollur í alþýðuna í

kaffiteríunni á Akureyrarflugvelli. Við köllum

það alvöru fólk. Valgerður þarf því ekki

að vera svona hissa. Margir innan VG biðu

eftir þessum breytingum og hafa rætt það á

fundum flokksins.

Frambjóðanda eins og Baldvin hefur

vantað í forystusveit VG ? reyndar í forystu

fleiri flokka. Hann þorir. Segist vera róttækur

vinstri maður. Nefnir meira að segja byltingu

í viðtali við fjölmiðla. ?Já, við skulum

ekki hafa hátt um það. Það er orð sem má

ekki heyrast. Hún verður hljóðlát,? sagði

hann á NFS eftir sigurinn. Í mynd.

Það er spurn eftir fólki með skoðanir í

stjórnmálum í dag. Venjulegt fólk sem hefur

eitthvað að segja. Talar til almennings á

máli sem allir skilja. Fólk sem veit hvaða

vandamál mæta íslenskum

fjölskyldum á degi hverjum.

Það er ekki upptekið

af sjálfu sér. Viðtölin

verða ekki froðukennd

heldur skilja eitthvað eftir

sig.



Úr leiðara DV. Höf. Björgvin Guðmundsson.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 13:38

19 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir Ásthildur. Mér er svo sem kunnugt um að Ögmundur Jónasson er mjög einangraður í VG. Auk þess veit ég um nokkra varga sem ávallt eru boðnir og búnir að glefsa í hælana á honum þegar þeir halda sig hafa tækifæri til þess. En þó að Ögmundur sé einangraður í flokksforustunni, á hann sér marga stuðningsmenn innan og utan VG, stuðningsmenn sem myndu ekki telja eftir sér að berjast við hlið hans gegn vörgum valdafólksins í VG. 

Jóhannes Ragnarsson, 3.9.2007 kl. 13:44

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert að þakka, RR átti marga góða spretti á Málefnunum í vor.  Og það var greinilega að það féll ekki vel í kramið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband