Leita í fréttum mbl.is

Formannsţing VG ályktar

Um nýliđna helgi hélt sjálfur Steingrímur J. kjördćmisţing VG í sínu eigin kjördćmi. Vafalaust hefur margt gáfulegt boriđ á góma á ţeirri samkundu, málin rćdd og reifuđ og allrir viđstaddir veriđ sammála formanninum í smáu og stóru, jafnvel ţó ţeim hafi veriđ ţađ ţvert um geđ. En agi verđur ađ vera, og húskarlar og kerlingar í kjördćmi foringjans, vita hvađ til ţeirra friđar heyrir ţegar ţegar sjálfur foringinn er nćr.

Og ţó margt gáfulegt vćri skarfađ á kjördćmisţinginu, lét Steingrímur, og hans fólk, sér ekki muna um, ađ samţykkja enn gáfulegri ţingsályktun, ţar sem drepiđ er á helstu stórmálum samtímans ađ mati formannsins guđumlíka. Ţar fer ađ sjálfsögđu mest fyrir skyduáherslum VG í Norđausturkjördćmi, sem eru, utanríkis- og öryggismál, umhverfismál og samgöngumál, og svo sem fátt um ţađ ađ segja enda allt fyrirsjáanlegt og eftir bókinni.

En kjördćmisţing Steingríms lét líka frá sér fara tvo áhersluliđi í viđbót, sem eru slíkir hortittir ađ til hreinnar hörmungar má telja og skítalyktin af ţeim eftir ţví.

Í fyrsta lagi er ţarna aldeilis merkur kafli um atvinnumál, upp á rúmlega ţrjár línur, sem fjalla um sorglegt brotthvarf embćttis veiđimálastjóra frá Akureyri. Hinsvegar ekki einn stafkrókur um mesta mein landsbyggđarinnar, fiskveiđistjórnunarkerfiđ og allan ţann auđvaldsviđbjóđ sem ţví tengist.

Í öđru lagi er ţađ svo niđurlagsversiđ í ályktunarkveđskap Steingríms og hans heimavarnarliđs, sem á ađ heita ađ fjalli um kjaramál og komandi kjarasamninga. Í ţessum kynlega lokahnykk ályktunarinnar tekst höfundunum ađ sneiđa svo glćsilega framhjá verkafólki og verkalýđshreyfingu, ađ hrein unun er ađ. Í stađ verkafólks er eitthvađ japplađ á, ađ ţađ ţurfi ađ hćkka laun ţeirra sem stafa í ummönnunar- og uppeldisgeiranum, svo hćgt sé ađ manna ,,geirann." Og frasinn um ađ laga kjör ţeirra lćgst launuđu er ţarna á sínum stađ, jafn útjaskađur og hann er orđinn og innihaldsrýr ađ sama skapi.

Ţađ er ekki fyrr en í blálok ályktunarhrinunnar, ađ eignirnar takast á loft, eins og skrattinn úr sauđarleggnum, og taka til viđ ađ jarma hástöfum um ,,kynbundinn launamun", sem ţćr segja ađ sé ,,gróft mannréttindabrot" og ,,frelsissvipting kvenna." Ekki efa ég ađ ţessi ósköp sé skođun yfirstéttarfémínístana, sem eru á góđri leiđ međ ađ leggja VG endanlega í rúst, enda hefur ţađ fólk engar áhyggjur af launakjörum, mannréttindindum og frelsi verkafólks og sýnir ţví óbilandi tómlćti í hvívetna.

Frá mínum bćjardyrum séđ, hefur VG fyrirgert öllum rétti til ađ kalla sig vinstrihreyfingu. Nćr vćri ađ Steingrímur foringi J. og hans fólk gengi heiđarlega og hreint til verks og fćrđi nafn flokksins nćr veruleikanum og léti hann heita eftirleiđis, Fémínístahreyfinguna grćnt frambođ. Ţá fćri ekkert á milli mála hvers eđlis fyrirbćriđ er.

Ađ sjálfsögđu lćt ég hinar stórkostlegu ályktanir kjördćmisţings Steingríms sjálfs, um atvinnu- og kjaramál fylgja međ ţví sjón er sögu ríkari:

 Ályktun um flutning opinberra starfa út á land

Ađalfundur Kjördćmisráđs Vinstrihreyfingarinnar – grćns frambođs í Norđausturkjördćmi haldinn 17.11.07 leggst alfariđ gegn ţví ađ embćtti veiđimálastjóra verđi flutt frá landsbyggđinni á höfuđborgarsvćđiđ. Fundurinn mćlist til ţess ađ störf á vegum ríkisins verđi flutt út á land til ađ styrkja og viđhalda landinu í byggđ.

Ályktun um kjaramál

Ađalfundur Kjördćmisráđs Vinstrihreyfingarinnar – grćns frambođs í Norđausturkjördćmi haldinn 17.11.07 lýsir ţungum áhyggjum af vaxandi kjaramisrétti í landinu og leggur áherslu á ađ í komandi kjarasamningum verđi krafa um launajöfnuđ efst á blađi.  Nauđsynlegt er ađ hćkka skattleysismörk og lćgstu laun ţannig ađ ţau dugi til framfćrslu og tryggja međ ţví um leiđ ađ unnt sé ađ manna m.a. störf í umönnunnar- og uppeldisgeiranum og á fleiri sviđum í velferđarţjónustunni, sem núna líđur fyrir manneklu og óheyrilegt álag á ţá starfsmenn, sem eftir eru. Hluti af jafnlaunaáherslum í komandi kjarasamningum, sem og markvissum ađgerđum stjórnvalda verđur ađ vera ađ skora á hólm hinn ólíđandi kynbundna launamun, sem síst er á undanhaldi á Íslandi og felur í sér gróf mannréttindabrot og frelsisskerđingu kvenna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ţađ fer ađ líđa ađ ţví ađ hinir vinstrisinnuđu fari ađ taka til sinna ráđa. Stađreyndin er, ađ á Íslandi er ekki stafrćktur neinn raunverulegur vinstriflokkur og á ţví verđur ađ ráđa bót. Ég á von á, ađ fólk setjist niđur innan skamms til ađ rćđa stöđu vinstripólitíkur á Íslandi og stofnun raunverulegs vinstriflokks. Ég lćt ţig vita Sveinn, ţegar nćr dregur.

Jóhannes Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 07:39

2 Smámynd: Ţórdís Bára Hannesdóttir

Ef feministar komast ađ í stjórn og nefndir hćkka lćgstu launin um leiđ.  Ţví vitađ er ađ ţar sem konur stjórna eykst hagur kvenna í öllum stéttum. 

Ţórdís Bára Hannesdóttir, 20.11.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held ađ ţetta sé ţví miđur rangt hjá ţér Ţórdís. Sá fémínísmi sem rekinn er á Íslandi er fyrst og síđast yfirstéttarfémínísmi. Ég heyri t.d. aldrei sjálfskipađa talsmenn ţessa svokallađa fémínísma minnast einu orđi á kjör verkakvenna af neinu tagi, hvađ ţá raynsluheim slíkra kvenna. Enda hafa konur í verkalýđsstétt fulla skömm á brambolti yfirstéttarfémínísta. Ég veit ekki hvađ veldur ćpandi tómlćti fémínístana gagnvart verkakonum og verkalýđ yfirleitt, en stundum lćđist ađ mér sá grunur, ađ yfirstéttarfémínístarnir líti niđur á verkalýđsstéttina og vilji ekkert af henni vita. 

Jóhannes Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 12:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband