Leita í fréttum mbl.is

Vængjaróttækni

Í frétt á mbl.is er sagt frá ,,róttækum" framvæng á nýjum kappakstursbíl. Í framhaldi af því vakna eftirfarandi spurningar: Hvernig geta vængir verið róttækir?  Á hvaða rótum taka þeir? Hefur ,,róttæki" kappakstursvængurinn máske sjálfstæðan vilja og vill gjörbreyta einhverju frá rótum?
mbl.is BMW prófar róttækan framvæng með hornum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gerbreyttur vængur mætti segja. Róttæknin felst í því að farin er all nýstáraleg leið við hönnun vængsins og frágang. Í því felst róttæknin. Hann er verulega frábrugðin þeim fyrri, er breytt frá rótum. Víst hefur vængur formúlubíls vilja en hann fær í sjálfu sér engu breytt umfram það verkefni sem hönnuðurnirhafa úthlutað honum.

Vonandi bætir þessi útskýring fréttina eitthvað.

Ágúst Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mig grunaði reyndar að það hefðu fremur verið hönnuðurnir sem gerst höfðu róttækir, en ekki vængurinn sjálfur. 

Jóhannes Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Fríða Eyland

Mjög athyglisvert eða þannig, karlarnir í bíló Merkilegt hvað kemst í fréttirnar endlausar ekkifréttir af "stjörnum" hvað þær eru ruglaðar og einnig hvaða bækur þær fengu í jólagjöf" smærri stjörnur t.d. fjölmiðlafólk"

Annars er þessi málnotkun aðeins til þess fallinn að rýra gildi hugtaksins rótækt/   oftast er nú aðeins huglægari merking lögð í orðið en þú gerir, þú túlkar og líkir við jólatré. Er það nú ekki dálítið rótækt ? 

Fríða Eyland, 24.1.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband