Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. styður rányrkju af manna völdum

imagesÞað telst varla til tíðinda þó íhaldsjálkur á borð við Einar Kr. Guðfinnsson lýsi yfir stuðningi við áframhaldandi stóriðjuframkvæmdasukk. Þeir sem á annað borð hafa ánetjast stóriðjufíkninni losna ekki svo glatt við þá meinsemd, nema þeir geri eitthvað í sínum málum,eins og það er kallað.

Hitt fannst mér öllu ískyggilegra, í Silfri Egils áðan, þegar félagi Steingrímur J. Sigfússon reif sig uppí hæðir af gleði yfir að Einar Kr. gefið út leyfi fyrir áframhaldandi loðnuveiðum. Ég hélt nefnilega í barnaskap mínum, að formaður umhverfissinnaðs stjórnmálaflokks, græns framboðs, tæki alltaf og undantekningarlaust afstöðu með lífríkinu og náttúrunni gegn rányrkju og umhverfisspjöllum af manna völdum. Það er engum blöðum um það að fletta, að loðnuveiðar við þær aðstæður sem uppi eru geta með engu móti flokkast undir annað en stór varhugaverð inngrip í lífríkið umhverfis landið. Enda kvað einn af reyndari fiskifræðingum landsins uppúr með það fyrir skömmu, að loðnuveiðar ætti yfirleitt ekki að stunda nema í sérstökum undantekningartilfellum.

Það væri fróðlegt að vita hvað öðrum þingmönnum VG, og þá ekki síður almennum félagum í flokki Steingríms J., finnst um gleðilæti formannsins yfir áframhaldandi rányrkju á loðnustofninum. Og þó að Steingrímur J. hafi notað mikilvægi loðnuveiða fyrir nokkur byggðarlög sem rök fyrir gleði sinni, þá má hann ekki gleyma, í hita leiksins, að loðnan er ekki síður mikilvæg fyrir vöxt og viðgang fleiri fisktegunda, t.d. þorsks, sem eru mikilvægari mun fleiri sjávarbyggðum en loðnan og að sama skapi mikið verðmætari. Eða þora félagar í VG, eins og venjulega, ekki að hreyfa andmælum þegar skoðanir og yfirlýsingar félaga Steingríms formanns eiga í hlut?  


mbl.is Styður áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Í baráttunni Maður vs. Náttúra þá eru flestir menn einfaldlega á því að maðurinn eigi að hafa það gott og nýta til þess náttúruna (og hugvit mannsins). Á því finnast samt undantekningar, til dæmis segir einn af stóru nöfnunum í hinni alþjóðlegu "grænu" hreyfingu: "Human beings, as a species, have no more value than slugs."

Geir Ágústsson, 2.3.2008 kl. 14:32

2 identicon

Heill og sæll, Jóhannes og aðrir skrifarar !

Hygg; að flestir séu búnir, að sjá í gegnum orðasveim Þingeyingsins.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Komdu út að bíta gras Jóhannes.  Eins og þú eflaust veist að þá eru plönturnar einu lífverurnar sem ekki stunda rányrkju, þess í stað gleypa þau koltvíoxíð og nota síðan sólarorkuna til að búa til sína eigin fæðu og skila svo úrganginum út sem súrefni.

Á hverju eigum við eiginlega að lifa?  Við erum Homo Sapiens og hljótum því að nýta okkur yfirburði okkar, til þess að komast af.

Hvað er að því að veiða loðnu?  Ef hún er að hverfa úr sjónum, þá er það vegna þess að það er orðið of mikið af hval í sjónum, og þá bregðumst við því með að veiða helv. hvalinn ekki satt? en ekki að hætta að veiða loðnu. Whale

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er alveg sjálfsagt að veiða hvali, svo framarlega sem þeir eru ekki í útrýmingarhættu, sem þeir eru sannarlega ekki hér við land.

Jóhannes Ragnarsson, 2.3.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband