Leita í fréttum mbl.is

Stórtíðindi í rúmi vinnukonunnar

bóndiÞað eru lítil tíðindi í mínum augum þó einn Íslenskur rútskratti komi í leitirnar, seint og um síðir, í Afganistan, annað eins hefur nú áður gerst bifreiðaútgerð. Meira þótti mér til um þegar kötturinn minn kom aftur í leitirnar, meira að segja lifandi, eftir að hafa verið grafinn í snjóskafli í rúman mánuð. Auðvitað var skepnan áberandi horuð og vesaldarleg þegar hún skaut upp kollinum eftir að snjóa leysti og augnaráðið var í senn ólýsanlega sorglegt og móðgunarfullt, eins og kettinum hefði ekki líkað vistin í snjóskaflinum þar sem hann var þó best geymdur þrátt fyrir allt. Þá var og líka dularfullt skyndilegt brotthvarf vergjörnu sveitarstúlkunnar, en hún fannst suðrá Ítalíu áratugum síðar og hafði í millitíðinni starfrækt hóruhús í fimm löndum við góðan órðstýr, en Íslenskum stúlkum er, sem kunnugt er, gjarnt að vinna sér inn gott orðspor á erlendri grundu. Ekki var heldur síðra þegar Valgarður bóndi, þá kominn á níræðisaldur, hvarf, eins og jörðin hefði gleypt hann, úr hjónasæng sinni víðfrægri og fannst um morguninn í rúmi vinnukonunnar í engum nærbuxum. Sem betur fer fannst föðurlandið Valgarðs til fóta í vinnukonubælinu svo ekkert tjón hlaust af kynlegu næturbrölti hans. En vinnukonan verð ólétt, það vantaði ekkert uppá það, og Valgarður mátti gjöra svo vel að láta yngsta son sinn gangast við krakkanum, en þar með féll líka allt í ljúfa löð.     
mbl.is Íslenskur langferðabíll í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband