Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt morð

Samkvæmt fréttaskeytum sem mér hafa borist, andaðist bandaríski forsetakötturinn India ekki af eðlilegum orsökum. Þvert á móti bar dauða hennar að með voveiflegum hætti. Ljóst þykir að India var myrt á furðu kaldrifjaðann máta af einhverjum sem ber haturshug til Georgs Bush eða konu hans, jafnvel þeirra beggja. India fannst látin í búrdyrum Hvíta hússins eftir að hafa verið kramin til bana milli stafs og hurðar. Morðingjans er nú ákaft leitað og er helst álitið að hann sé að finna meðal starfsliðs Hvíta hússins. Þá er og talið að þarna hafi átt sér stað pólitíkst morð, þar eð flest rök hníga á þá átt.

Fyrir nokkrum vikum drap maður á Seltjarnarnesi hund nágranna síns til að hefna sín á nágrannanum. Maðurinn skaut einu skoti útum herbergisgluggan heima hjá sér og hæfði hundinn, sem var að leika sér inni á næstu lóð, beint í hjartað.


mbl.is Forsetakötturinn India allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú er bara að bíða og sjá hvernig fer fyrir Kristjáni Þór hundi Þorsteins Más, en eins og alþjóð veit þá hefur böðullinn sett hundinn sinn yfir Evrópunefnd Sjallanna !

Níels A. Ársælsson., 5.1.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband