Leita í fréttum mbl.is

Auðvaldspervertar nauðga lífeyrissjóðum

Það virðist vera mjög í tísku þessa dagana að slá út digrum og hrollvekjandi yfirlýsingum um hvað gera eigi við fjármuni lífeyrissjóðanna. Þátttakendur í þeirri umræðu eru oftar en ekki skrípi sem virðast ekki hafa hugmynd um að lífeyrissjóðirinir eru eign þeirra sem í þá greiða og engra annarra. Til dæmis kæri ég mig ekkert um, (ásamt fjölda annarra) að lífeyriseign mín sé notuð til að fjármagna áframhaldandi stóriðjubrölt andlausra kapítalista. Og að lífeyrissjóðunum verði nauðgað til að kaupa Landsvirkjun er svo snarbiluð hugmynd að stappar nærri fullkominni geggjun.

Svo er aftur annað mál hvað til er af raunverulegum fjármunum í lífeyrissjóðunum. Ég er t.d. fullur grunsemda um að seðlabunkarnir í lífeyrissjóðunum hafi af þjófsvöldum þynnst á síðustu árum og þar sé ekki til staðar sú ofgnótt gulls sen nægja á til að fylla uppí glufurnar sem þjónar frjálshyggjukapítalismans skildu eftir sig þegar svikamylla þeirra lagðist á hliðina.

Þið auðvaldskrypplingarnir skuluð halda ykkur í sem mestri fjarlægð frá lífeyrissjóðunum okkar, annars er hætt við að ykkur auðnist ekki að fá að kemba hærurnar í friði og ró.


mbl.is Landsvirkjun ekki föl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Markaðshyggjudrullusokkarnir láta sig dreyma um að komast yfir þessa fjármuni. Reyndar eru þeir nú flestir úr þeim hópi sem hafa notað þessa peninga til að þjóna eigin spilafíkn eins og dæmin sanna.

Árni Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband