Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sá gamli goggur tekur stólinn

Það held ég sá gamli goggur Jón Baldwine hafi glaðst þegar hann sá þessa frétt; hann veit sem er að nú hefur hann öll tromp á hendi og að honum muni veitast létt að taka formannsstól Samfylkingarinnar með fullu húsi stiga.
mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gljáfægð og glansandi puntudúkka

polis3Hann er nú fjandi skverlegur strákur hann Dagur B. Eggertsson, það verður ekki af honum skafið. Á böllunum í gamla daga þegar áflog voru fastur liður, voru súkkulaðigæjar eins og Dagur B. alltaf allramanna fyrstir slegnir niður. Svo lenti það á mönnum sem fullir voru af manngæsku og kærleik að draga hin föllnu glansmenni burt af vígvellinum og hjúkra þeim.

Það getur hver maður séð í hendi sér að Degi B. er bráður háski búinn ef hann verður varaformaður við hliðina á Jóni Baldwine Hanníbalssyni; en það nokkuð ljóst að Jón mun velta Ingibjörgu Sólrúnu úr sessi með glæsibrag á landsfundi Samfylkingarinnar. Mér segir svo hugur um, að Jón Baldwine muni við fyrsta tækifæri skilja varaformanninn Dag B. eftir í pólitískri urð, mölbrotinn og bjargarlausan. Að öllu samanlögðu væri hollast fyrir Dag ræfilinn að halda áfram að rorra með Hönnu Birnu, Swandeesý súperpúmu og hinum glimmernúmerunum í bæjarstjórn Reykjavíkur. 


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband