Leita í fréttum mbl.is

Nú fær Karl á Hóli í Flóa miljonir á miljonir ofan. Húrra fyrir því.

drunk2_1059968.jpgHann heitir Karl og er frá bænum Hóli í Flóanum. Hvers son hann er veit ég ekki, en faðernið mun, að því sagt er, vera á reiki, en Karli er víst nákvæmlega sama um það og trúir því að hann hafi, hvað sem öðru líður, hafa erft lífsgleðina frá föðurnum, hver svo sem hann er.

Það kom nefnilega snemma í ljós að Karl frá Hóli í Flóa var sérstakur gleðinnar maður og fór snemma að stunda böllin á Suðurlandi þar sem hann dansaði, drakk og hló öllum öðrum meira. Og þótt hann færi hratt yfir á dansleikjum og væri ekki beinlínis gáfulegur, laðaðist hvenfólk að honum eins soltnir úlfar að feitu holdanauti. Fyrir vikið eignaðist Karl fjölda karlkyns óvildarmanna, sem reyndu að ná sér niður á honum með því að uppnefna hann Flóafíflið. En Karli var alveg sama um uppnefni og rógburð um sig og hélt sínu striki, enda var enginn á landinu konum eins kær og Karl á Hóli í Flóa og þakkaði hann þeim fyrir með því gera eins mörgum af þeim og hann gat glatt í geði í hinum og þessum skúmaskotum, að nóttu sem degi.

En þegar Svandís kerling Sendiherradóttir setti upp stertinn og bannaði Flóamönnum að gera Flóann að einu allsherjar stöðuvatni til að búa til rafmagn fyrir útlenda álbræðslukarla og nokkra innlenda auðvaldsperverta, rann Karli á Hóli heldur betur blóðið til skyldunnar og kærði Svandísi kerlingu fyrir stjörnusýslumanninum Stones á Selfossi, Héraðsdómi Suðurlands og Hæstarétti, - og hafi frækinn sigur.

Nú sér Karl á Hóli, sem núorðið hefur það orð á sér að vera kaldasti karlinn í Flóanum, fram á að geta losað sig við helvískan Hólinn fyrir hundrað milljónir, en í staðinn fá álbræðslukarlarnir og auðvaldspervertarnir að sökkva Hólnum niður á 50 metra dýpi með því að gera volduga stíflu svo gott sem í túnfætinum hjá honum Kalla, sem alltaf hefur að öðru leyti kunnað best við vínföng og kvenfólk. 


mbl.is Mun staðfesta skipulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alveg hægt að segja skemmtilega sögu og hafa staðreyndir samt á hreinu. Í þessu tilfelli þarf sagan ekki að gjalda sannleikans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Núnú, hvaða fjárans staðreyndir eru það sem ekki eru á hreinu ?

Jóhannes Ragnarsson, 10.2.2011 kl. 22:59

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "... að gera Flóann að einu allsherjar stöðuvatni.."

"...sökkva Hólnum niður á 50 metra dýpi.."

Þú veist að þetta eru ekki staðreyndir... er það ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú gerir þér ekki grein fyrir, Gunnar minn, að ég hef skáldaleyfi, þ.e.a.s. ég má bregða öðrum litum í upplýsingaskyni á það sem samfélag smáborgararugludallana kallar af villimannslegum trúarástæðum ,,staðreyndir."

Jóhannes Ragnarsson, 11.2.2011 kl. 18:31

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur Jóhannes, þetta er alvöru stífla.

Aðalsteinn Agnarsson, 11.2.2011 kl. 21:09

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Gunnar minn"

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2011 kl. 03:28

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gunnar (ekki minn), það vill svo einstaklega vel til að lyfjavísindin hafa boðstólum ágætar pillur, og líka mixtúrur, við krónísku fúllyndi og stóriðjuöfgum. Ég ráðlegg þér eindregið að panta tíma hjá lækni til að fá svona meðal við sjúkdómnum þínum.

Jóhannes Ragnarsson, 12.2.2011 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband