Leita í fréttum mbl.is

Hr. Haaarde finnur vonda lykt af heilræðum

Einhvernveginn finns mér eins og Gjeir Haaarde sé ekki nema í meðallagi ánægður með heilræðin tíu, ,,Verndum bernskuna" því hann segir í meðfylgjandi frétt, að þau séu ekki nema ,,býsna góð." Sennilega finnur forsætisráðherran einhvern þef af heilræðunum, sem fer í bág við græðgisvæðinguna illræmdu sem hann hefur staðið að í bráðum tvo áratugi. Enda var hr. Haaarde venju fremur þurrkuntulegur og fúll á svipinn þegar hann var að ota heilræðunum að litlu börnunum á Laufásborg. Börnin létu sér reyndar fátt um finnast og fóru að þjarka um hvort ljótinn kallinn í jakkafötunum væri jólasveinn eða ekki og ennfremur, hvort hann héti Skyrglámur eða Leppalúði. Að öllu samanlögðu, sögðu fóstrunar eftir að Gjeir var horfinn á braut, að svona heimsókn flokkaðist hiklaust undir ,,ónauðsynlegt áreiti á börn" og kváðu áríðandi að börnum væri hlíft við svona uppákomum.
mbl.is Afhentu tíu heilræði til allra uppalenda til verndar bernskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er ekki frá því að það hefði þurft að veita blessuðu börnunum áfallahjálp eftir þessa uppákomu!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.11.2007 kl. 07:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann hefur tekið Cass línuna á þetta karlinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband