Leita í fréttum mbl.is

Bölvaðar ekkesens kellingar eru þetta

Það er naumast hvað menn geta orðið miklir vælukjóar og kellingar útaf einni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ég fæ ekki mitt fram er ég hættur, farinn í fýlu og lagstur niðrí kjallara með eigin geðóþefjan, sejga þessir kallar með þjósti framan í þjóðina eins og hún sé fyrir þeim. Ég man ekki betur en Gylfi Magg hagfræðingur hafi haldið heljar barátturæðu á Austurvelli gegn ríkjandi valdhöfum og spilltri stjórnmálahugsun áður en hann varð ráðherra. Hafi Gylfi séð eitthvert ljós þegar hann stóð á pallinum hjá Herði Torfa og lét gamminn geysa, þá er næsta víst að hann hafi fljótlega uppúr því misst sjónina og dottið eins og blindur kettlingur ofaní brunn hinna daunillu vanahugmynda stjórnmálaaðalsins á Íslandi.
mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband