Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Alþýðufylkingin, flokkur róttækra vinstrisinna, er í burðarliðnum.

Það kemur ekki á óvart að Bjarni Harðarson yfirgefi lyga- og kjaftaknörr Steingíms og félaga.

Bjarni var reyndar ekki einn af stofnendum VG.

Hinsvegar eru ég, Ólafur Þ. Jónsson, Hafsteinn Hjartarson, ásamt mörgum fleirum sem tóku þátt í að
stofna VG, búnir að segja skilið við þennan misheppnaða og svikula flokk.

Það væri gott og raunar nauðsynlegt, að fólk áttaði sig á, að VG er ekki vinstriflokkur fyrir fimmaura. VG er miðhægrisinnað tækifærismennskuapparat í raun; verkfæri missiðblindra valdastreðara og snobbara til að komast á þing og í ráðherrastóla. Þetta ógæfulið aðhyllist völd fyrir sjálft sig valdanna vegna.

Nú þurfum við, sem höfum misst alfarið trúna á VG og hina flokkana, nýja sem gamla, sem allir eru af svipuðu kalíberi að taka til höndum að ganga frá því að stofna Alþýðufylkinguna sem margir bíða spenntir eftir.

Ef einhverjir halda að nýr vinstrsósíalískur flokkur sé aðeins hugarbuður minn og óskhyggja, þá get ég glatt þá hina sömu með því að svo er alls ekki. Undirbúningur að slíkum stjórnmálaflokki er þegar hafinn; hófst fyrir nokkrum vikum. Hinum nýja flokki er ætlað að fylla tómarúmið á vinstrivængnum, sem er allstórt, stærra en fólk heldur í fljótu bragði, þar eð flokkar eins og VG og Samfylkingin, sem láta að því liggja að þeir séu einhverskona vinstriflokkar, eru fyrir fullt og fast gengnir í björg auðvaldsins og eiga ekki afturkvæmt þaðan.

xvcxjfo.jpg

mbl.is Bjarni farinn úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband