Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Yfirnáttúrlega mikiđ rusl

sorp1_816476.jpgHvernig ţjóđin fór ađ ţví ađ kjósa svona mikiđ af rusli á ţetta 25 manna stjórnlagaţing er međ öllu óskiljanlegt og ţađ svo hastarlega ađ manni detta í hug orđ eins og ,,yfirnáttúrlegt" og ,,kraftaverk." Ţađ er ţó ekki fyrir ađ synja, ađ Íslendingar hafa hin síđari ár veriđ ađ fćra sig uppá skaptiđ viđ ađ kjósa rusl og rćxni í prófkjörum, forvölum og til alţingis, ađ ógleymdum ósköpunum sem fariđ er ađ kjósa í sveitarstjórnir. Ef fram fer sem horfir, og ţjóđin heldur ótrauđ áfram ađ bćta í kosningaafglöp sín, segir sig sjálft ađ kosningar leggjast af  af sjálfu sér.
mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaţing
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvalreki - fagnađarljóđ

Unnur Brá, guggin og grá,

gengur mjög í hringi.

Rennur blá, tuggin á tá,

tađfluga sveitt á ţingi.


mbl.is Unnur Brá varaformađur Heimssýnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verkalýđsforstjórar setja upp leikrit

asiŢađ stórbrotiđ, svo ekki sé meira sagt, ađ fígúrurnar í fararbroddi Starfsgreinasambandsins skuli á ţessum tímapunktir, ţegar flest eđa allt er í kaldakoli í ţjóđfélaginu, ćtla ađ stökkva fram međ kröfugerđ uppá ađ lágmarkslaun fari yfir 200 ţúsund krónur á mánuđi. Ţetta sýndarmennskuflan verkalýđsforstjóranna, sem láta verkafólki borga sér 600 - 800 ţúsund á mánuđi og jafnvel ţađanaf meira, sýnir sennilega betur en flest annađ hverskonar skítseyđi eru ţar á ferđ. Hvernig stendur t.d. á ađ umrćddir verkalýđsforstjórar fóru ekki fram á mannsćmandi lágmarkslaun á ,,góđćrisárunum" miklu? Hvernig dettur ţessum vitleysingum í hug ađ hćgt sé ađ ná fram slíkri kröfu nú?

Auđvitađ meina Kristján úr Keflavík, Björn einingardraugur á Akureyri og Skúli Thor ekkert međ 200 ţúsunda kröfugerđarfjasi sínu. Af ţeirra hálfu er krafan um 200 ţúsundin einungis auđvirđilegt leikrit ţar sem markmiđiđ virđist vera hjá höfundunum ađ slá sig til riddara međ ţví ađ spila međ verkafólk, - einn ganginn enn.

Svei ykkur auđvirđilega auđvaldshyski. 


mbl.is Lćgstu laun yfir 200 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Geymi sjálfum sér allan ţvćtting

cocoAlltaf verđ ég jafnhissa á fjölmiđlum sem eru svo illa staddir ađ láta sig hafa ađ vitna í ţvćttinginn í Sigurđi Kára og annarra frjálshyggju stagkálfa af viđlíka tegund. Ţví satt ađ segja er ekki meir ađ marka yfirlýsingar ţessara cocopuffsdrengja og hugđarefni en rausi langdrukkinna óreiđumanna; í ţví ljósi myndi enginn sómakćr fjölmiđill éta upp eitt einasta orđ sem Siggi Kári og hans líkar láta frá sér fara. Hugleiđingar Sigurđar Kára um hvort lítil ţátttaka í stjórnlagaţingskosningum sé áfall fyrir Jóhönnu Sigurđardóttur eđa einhverja ađra, er einfaldlega ţvćttingur sem Sigurđur Kári á ađ geyma sjálfum sér, hvađ ţá ađ virđulegur fjölmiđill eins og Morgunblađiđ sé ađ opinbera tćkifćrisóra ţessa lítilsiglda frjálshyggjudrengs eins og um stórmerkilega heimsfrétt sem varđar allt mannkyn sé ađ rćđa.
mbl.is Kosningaţátttakan áfall fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gvendur Gunnars í rafmagninu er enginn smákalli og eđjót

gamblerGvendur Gunnars í rafmagninu lćtur ekki ađ sér hćđa fremur en fyrri daginn. Nú ćtlar ţessi sýndarmennskukauđi ađ einhenda sér í ţađ međ Vilhjálmi vini sínum Egilssyni og atvinnurekendum ađ ná dulítiđ meira af aurum af launafólki inní lífeyrissjóđina fyrir auđvaldiđ ađ gambla međ. Svona leikrit međ kjarasamninga og meiri peninga í lífeyrissjóđi er sérlega nauđsynlegt ef koma skal í veg fyrir ađ vinnandi verkafólk falli ekki úr hor. Ţetta vita Gvendur Gunnars, Kristján úr Keflavík, Gylfi Arnbjörns, Vilhjálmur Egilsson og Ţór Sigfússon manna best, og ţví eins gott fyrir heimskan verkalýđinn ađ hlýta leiđsögn ţeirra í hvívetna svo allt fari nú vel ađ lokum.

Og ţađ skulu menn vita, hafi ţeir ekki gert sér grein fyrir ţví, ađ Gvendur Gunnars í rafmagninu er enginn smákalli og eđjót; hann er einn af ţessum merkilegu af Ţríhrosstegundinni og fer fyrir ,,stéttarfélagi" elektrónískra ehf.-kalla í bland viđ fáein rafmenni sem ekki hefur enn hlotnast ehf nafnbót. En hvort Gvendur ţessi hefur heyrt minnst á verkafólk veit ég ekki, tel ţađ reyndar ólíklegt eins og í pottinn er búiđ.


mbl.is Rćđa jöfnun lífeyrisréttinda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hryllilegur sjúkdómur fćr ađ grasséra í Kópavogi

gu6Einelti er hryllilegur sjúkdómur sem getur lagst ţungt á taugakerfi fólks og almenna heilastarfsemi. Ţeir sem haldnir eru ţessari veiki, ađ leggja ađra í einelti, eru gjarnan svo illa á sig komnir ađ ţeir geta međ engu móti samlagađ sig heilbrigđu samskiptaformi mannlegs samfélags. Auk ţess er eineltisveiki smitandi sjúkdómur og gegn henni duga engin apótekaralyf.

gu4Gróft dćmi um hömlulausa eineltisveiki er framkoma Kópavogsbúa viđ sinn besta mann, Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi borgarstjóra Kópavogs. Fyrst réđust Sjálfstćđismenn í Kópavogi gegn sínum manni, hröktu hann úr borgarstjóraembćtti og vildu í kjölfariđ ekki kjósa hann í fyrsta sćti frambođslista Sjálfstćđisflokksins. Ţá tóku almennir kjósendur í Kópavogi viđ og felldu hinn farsćla meirihluta Framsóknaríhaldsins og leiddu til öndvegis einhverkonar afbrigđi af úrkynjuđu Krataíhaldi. Og nú síđast berast fréttir af ţví ađ úrkynjađa Krataíhaldiđ hafi neitađ Gunnari I. fyrrverandi borgarstjóra um ađstođ viđ gerđ fjárhagsáćtlunnar fyrir Kópavog. Ţađ fylgir og hinni óhugnarlegu frétt, ađ Sjálfstćđismenn í bćjarstjórn Kópavogs styđji tiltćki úrkynjađa Krataíhaldsins gegn Gunnari I. međ ráđum og dáđ og neđanbeltisháđsglotti á vör. Einelti ţessara andstyggilegu ađila er auđsjáanlega algjört og hömlulaust. 


mbl.is „Valdníđsla af verstu sort“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frámunalega svívirđilegur munnsöfnuđur

kickMig, ásamt ţúsundum annarra landsmanna, rak svo sannarlega í rogasans ţegar fréttir bárust af frámunalega ósmekklegum munnsöfnuđi kvenpersónunnar Sigríđar Ingibjargar Ingadóttur, sem ku vera alţingismađur, í garđ Jakobs Valgeirs Flosasonar og Halldórs Ásgrímssonar. Talsmáti Sigríđar Ingibjargar um téđa heiđursmenn er međ ţeim hćtti ađ full ástćđa er til ađ skrubba trantinn á henni ađ innan uppúr grćnsápu, eins og gert var viđ blótsama og klámfengna smásveina í eina tíđ. Ég vil í framtíđinni frábiđja mér kjafthátt og ruddalega orđnotkun alţingismanna í sama dúr og Sigríđur Ingibjörg hefur gert sig seka um. Orđljótar krataskjátur hćkka ekki í verđi ţótt ţćr ráđist međ offorsi og hređjaspörkum á annálađa dugnađarmenn eins og Halldór Ásgrímsson og Jakob Valgeir Flosason.
mbl.is Sagđi ţá vera drullusokka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna stendur sig mjög vel

Mikiđ ţó andskoti tekur Jóhanna okkar Sigurđardóttir sig vel út međ Merkelkerlingunni ţýsku á myndinni sem tekin var af ţeim á leiđtogafundi glćpasamtakanna NATO. Ţá er yfirlýsing íslenska forsćtisráđherrans ekkert slor, en samkvćmt frétt mbl.is gerđi Jóhönnugarmurinn okkar sér hćgt um vik lýsti yfir sérstakri ánćgju međ aukna áherslu á pólitísk samráđ og eflingu borgaralegra uppbyggingar innan bandalagsins. Reyndar hef ég enga trú á ađ Jóhanna hafi nokkra hugmynd um hvađ ţađ er sem vekur henni svo gífurlega ánćgju varđandi ,,pólitísk samráđ og eflingu borgaralegrar uppbyggingar" hjá glćpafélagsskapnum. Hinsvegar eru Merkelkerlingin og Jóhanna Sig gegnheilar íhaldsmublur, sem passa uppá fyrir sína rassa, ađ auđvaldiđ og burgeisastéttin haldi sínum völdum og forréttindum gagnvart verkafólki og öreigum.   
mbl.is Jóhanna ánćgđ međ aukiđ samráđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar Búdda var og hét í gamla daga

binŢađ var naumast ađ Barrakkur skođađi 93 tonn af Búdda, karlaumingjanum svorna. Ég man eftir Búdda frá ţví í gamla daga ţegar hann var háseti á netabát á vetrarvertíđ viđ Breiđafjörđ. Í landlegum var Búddi einlćgt langfyllstur af öllum og voru ţó ekki neinir veifiskatar í brennivínsnautn í verinu um ţćr mundir. En alltaf var kallinn samt öđrum hressari ţegar komiđ var á miđin, tók í nefiđ og hló manna hćst og reif ţorskinn úr netunum á viđ fjóra. Ég frétti síđast af Búdda ađ hann vćri sestur ađ á dvalarheimili aldrađra sjómanna ţar sem styttir sjálfum sér og öđrum stundir međ ţví ađ segja mergjađar sögur af sjálfum sér á milli ţess sem hann er ađ eltast viđ kellingarnar á elliheimilinu. Ţađ er ţví vel viđ hćfi ađ Japanir skuli hafa reist styttu af ţessum íslenska sjómanni til ađ sýna Barrakki bandaríkjaforseta og konu hans.
mbl.is Obama skođađi Búddastyttu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţeir ćtla ekki ađ láta sér segjast

wc2Ţví miđur eru engin merki uppi um ađ hinir svokölluđu ,,listamenn" séu ađ komast til ráđs og rćnu, um ţađ vitnar ţessi ,,opni dagur" í ,,Listaháskóla Íslands" rćkilega. Ţessi grátlega stađreynd er ţví raunarlegri, ađ ekki eru nema liđnar nokkrar vikur frá ţví ađ ,,listamönnum" var ráđlagt ađ hćtta öllu bulli og fara vinna heiđarlega vinnu eins og annađ fólk í stađ ţess ađ vera einlćgt á snöpum eftir peningalegum styrkjum frá hinu opinbera. Ţađ mun öllum málum sannara, ađ styrkjasníkjandi listmenni vćru betur komin viđ nauđsynleg störf í grútarbrćđslum LÍÚ greifanna og í kerskálum álfíklanna en ađ lifa endalausu betlilífi og gera kröfur um ađ vera haldiđ uppi á skattfé almennings fyrir ađ klína málningarklessum á striga eđa reka upp nágaul og önnur öskur og hávađa undir ţví yfirskyni ađ vikomandi hljóđ sé tónlist. Nei, ţessum hundakúnstum verđur ađ linna, ríkissjóđur verđur ađ fá ađ vera í friđi fyrir fólki sem stundar klessuverk og hljóđmengun en nennir ekki ađ vinna fyrir sér eins og heiđarlegt fólk - í Sjálfstćđisflokknum.  
mbl.is Kynntu starfsemi Listaháskólans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband