Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Félagi Steingrímur og Íhaldið.

Það var og ... Steingrímur búinn að útnefna Sjálfstæðisflokkinn sem ,,höfuðandstæðing" sinn. Það hljóta að verða viðbrigði fyrir hann að svissa úr Framsókn yfir í Íhaldið bara rétt si svona eins og að skipta um disk í geislaspilaranum. En mikið óskaplega er þetta kjaftæði flokksformanna um ,,höfuðandstæðing" eitthvað hallærislegt og innantóm. Ef allt væri með felldu, hefði Steingrími aldrei dottið í hug að slá um sig með þessum höfuðandstæðingsfrasa, vegna þess að pólitísk höfuðvígi borgarastéttarinnar, kapítalistanna, er alltaf helsti andstæðingur vinstrihreyfinga, það ætti ekki að þurfa að taka það fram.


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressir strákar í Garðabæ.

Hann er heldur óskemmtilegur bletturinn sem ungsveinarnir atarna hafa komið á þá vammlausu íhaldsmannabyggð í Garðabæ. Hvað svona meinlaus bæjarnefna hefur til sakar unnið til að verðskulda smánarsvívirðu ungsveinana, er ekki hægt að gera sér í hugarlund. Reyndar lét íhaldsfólkið í Garðabæ eftir sér fyrir fáeinum árum að taka í lurginn á sóknarpresti sínum og reka hann burt úr plássinu. Getur verið að Guð sé máske að refsa Garðbæingum fyrir meðfeðina á drottins þjóni með því að senda margnefnda ungsveina á þá, Garðbæingum almennt til viðvörunar. 
mbl.is Innbrot í hús í Garðabæ upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðfelld og annarleg lágkúra á Stöð 2.

Mikið ósköp er það einkennileg ráðstöfun hjá fréttastofu Stöðvar 2 að reka fréttamann sem hefur sýnt áberandi dugnað og verið einna mest traustvekjandi af fréttamönnum stöðvarinnari. Umræddur féttamaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, hefur upplýst, að hún hafi látið í ljós vanþóknun sína á þeim kúnstugheitum forkólfa Stöðvar 2, að draga fyrrum snyrtifræðing við hirð Halldórs Ásgrímssonar eins og hund af sundi, og drösla honum upp í embætti fréttastjóra. Það er alveg nákvæmlega sama hvað þessi fyrrum skósveinn Halldórs Ásgrímssonar reynir að hreinsa skítasletturnar af sér og Stöð 2, brottvikning Þóru Kristínar angar af þessari ógeðfelldu og annarlegu lágkúru, sem svona mál eru ævinlega lituð af.  


mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á eingöngu mök við stúlkur sem komnar eru úr barneign.

Eftir að piltinum var kunngert að hann væri valdur að þungun Ingveldar, fór hann að halla sér æ meir að flöskunni. Sem aftur leiddi af sér, að hann og Bakkus urðu vildarvinir. Með aðstoð vildavinarinns hlóð hann líka ofurþunga á frænku Ingveldar, svo gríðarlegum að hún stóð varla í lappirnar. Upp úr því fór pilturinn eingöngu að halla sér að stúlkum sem komnar voru út barneign. Það þótti mjög skynsamleg ákvörðun hjá svo ungum manni.

Klofningur VG á leið upp á yfirborðið.

Á morgun ætla kunningjar mínir í Vinstrigrænum að flokksráðsfunda í sveitasælunni á Suðurlandi. Ég á ekki von á, að þau verði sérlega breið brosin á flokkssystkynunum þegar þau mæta til leiks á Hótel Flúðir, því að þrátt fyrir dálítinn kosningarsigur VG í vor, segja heimildir að vaxandi urgur sé í flokksfólki. Það varð t.d. ýmsum félögum mikið áfall að Steingrími tækist ekki að fleyta flokknum inn í rikisstjórn í vor, þó að aðrir önduðu að vísu léttar. Þá ber þess að geta, að VG er langt í frá flokkur þar sem eindrægni ríkir, þó að tekist hafi að halda yfirborðinu tiltölulega lygnu. Það vita allir sem vilja vita, að VG er stjórnmálaflokkur sem í grófum dráttum er klofinn í tvær meginfylkingar; annarsvegar framsóknar- og flokkseigendaarm Steingríms formanns og hinsvegar vinstriarminn með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar. Á þessum tveimur fylkingum er pólitískur grundvallarmunur, sem varla verður komið í veg fyrir lengur að komi upp á yfirborðið. Það er vitað að Ögmundur hefur sýnt valdaelítu flokksins ótrúlegt langlundargeð og tillitssemi um langt skeið, sumir segja allt of langt. En trúlega mun koma að því fyrr en seinna að Ögmundi og hans fólki verði nóg boðið og þá mun ýmislegt verða uppi á teningunum, sem komið gæti kunnugum sem ókunnugum á óvart.
mbl.is VG heldur flokksráðsfund á Flúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður grafinn með flottrolli sínu og toghlerum.

Það má gera ráð fyrir að fornmenn þeir er upp komu með skipi sínu á eyðibýlinu Litlu-Núpum hafi verið gildir útvegsbændur á sinni tíð og því þótt tilvalið heygja þá um borð í skipi sínu þá þeir héldu á fund feðra sinna burtsofnaðra. En það sem leitar einna helst á núlifandi Íslendinga, í tilefni af fundi hinna fornu útgerðarmanna, er hvernig sægreifar nútímans vilja láta fara með jaðneskar leyfar sínar eftir að sál þeirra er horfin niður á kauphallarsvið annars heims. Heyrst hefur að sægreifi nokkur hafi látið þau orð falla fyrir skemmstu, að hann sé búinn að ganga frá því að hann verði grafinn með flottrolli sínu og toghlerum. Annar svæsinn sægreifi og kvótafíkill hefur nú þegar látið þinglýsa þeirri ákvörðun sinni, að hann verði heygður ásamt kvóta sínum og hlutabréfum á sveitasetri sínu er hann keypti fyrir morð fjár fyrir nokkrum árum.
mbl.is Bátkuml finnst í Aðaldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegur stuðningur við fasista og stríðsglæpamenn.

Það hlýtur að fara koma að því að þjóðir heims snúi baki við fasistastjórn Georgs W. Bush og skilji villidýrin ein eftir með sinn mannfjandsamlega viðbjóð. Það dylst varla nokkurri sál lengur að vitfirringurinn og fasistinn í Hvíta húsinu er líklega einhver hættulegasti glæpamaður sem haldið hefur um stjórnvölinn hjá nokkurri þjóð síðan síðari heimstyrjöldinni lauk. Hvernig á því stendur að ríkisstjórn Ísland skuli ekki hafa haft manndóm í sér af afsegja með öllu stuðning sinn við stríðsrekstur stríðsglæpamannsins Bush er hörmulegra en tárum taki. Eða eru samfylkingarskítseyðin ef til vill hæstánægð með veru Íslands á lista hinna viljugu þjóða? 
mbl.is Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Snati tók Ólaf bónda af lífi.

Snati gamli hafði alla tíð haft ýmigust á Ólafi bónda. En Ólafur bóndi var óþrifnaðarskepna, sem nennti ekki einusinni út í dyr til að pissa, heldur sprændi einatt í eitt hornið á forstofunni, en í þessari sömu forstofu var Snata gert að halda til um nætur. Þegar Ólafur bóndi var í vondu skapi lét hann ósjaldan eftir sér að sparka í Snata og gaman þótti honum að miða haglabyssu sinni tvíhleypri og hræðilegri á fjáhund sinn og hóta með hrottalegu orðbragði að skjóta hann. Eitt sinn í smalamennsku skreið Ólafur bóndi fram á bjargbrún til að gá að kindum og tefldi á tæpasta vað. Þá gat Snati gamli ekki setið á sér lengur og ýtti agnarögn með trýninu í karlinn. Hann var búinn að fá sig fullsaddann af endlausum terrorisma Ólafs bónda og brosti því í kampinn og dillaði skottinu þegar hann heyrði smellinn í urðinni fyrir neðan.  

Samfylkingardrottningin fimbulfambar í kapítalískum moðreyk.

Ég satt að segja átta mig enganveginn á því hvert Samfylkingardrottningin í utanríkisráðuneytinu er að fara með þessum þvættingi um ,,gerð ógnarmats fyrir Ísland." Það er stundum lygilegra en lygin sjálf að hlusta á stjónmálamenn vaða endalausan moðreyk eins og formaður Samfylkingarinnar virðist langt komin með að verða sérfræðingur í. Ég held að það væri satt að segja ærlegast fyrir blessaðann utanríkisráðherrann, að stíga þetta eina skref sem hún á eftir yfir í Sjálfstæðiflokkin, heimslóðir hennar og varnarþing, því mitt í öllum moðreyknum sem ráðherrann veður, glittir í meininguna sem gæti hljóðað einhvernveginn á þessa leið: - Við skulum vera glöð og ánægð með okkar NATO-aðild og lúta handleiðslu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi með sól í hjarta. Þeir sem ekki eru ánægðir veru okkar í hinni kapítalísku stríðsmaskínu mega fara til fjandans og lengra en það ef þeir komast.


mbl.is Unnið að gerð ógnarmats fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möppudýr samdauna jakkafatasjakölunum.

Efnilegur stjórnmálamaður á landsvísu þessi Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Miðað við meðfylgjandi viðtal á mbl.is þá er strax kominn framúrskarandi möppudýrabragur á hinn nýkjörna alþingismann. Miðað við orðræðu frú Steinunnar, virðist hún kórrétt samdauna þessum illviðráðanlegu jakkafatasjakölum sem hafa, að því er virðist, yfirnáttúrlegt lag á drepa málum á dreif, salta þau og svæfa, þangað til allir eru búnir að gleyma axarskaftinu sem óvart kom upp á yfirborðið, sennilega mest fyrir slysni.


mbl.is Grímseyjarferja „klúður á klúður ofan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband