Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Og pestin af honum ćtlađi alla lifandi ađ drepa

spenn2.jpgŢađ er semsagt ein allsherjar svívirđileg móđgun viđ sómakćra borgara Íslands ađ veriđ sé ađ vafsast međ málefni hrundólgana fyrir dómstólum. Ţessum undirförula og gráđuga lýđ átti ađ vera búiđ smala saman fyrir langalöngu og flytja uppá örćfi til geymslu innan gaddavírs; eđa vista kvikindin eins og höfuđsóttarrollur í einhverjum hólma eđa skeri á Breiđafirđi. Ađ láta Sérstakan Saksóknara ergja sig á ađ eiga viđ undanbrögđ og útúrsnúninga auđvirđilegra kríminala er svo gaga og gúgú ađ engu tali tekur.

Ţó tekur útyfir allan ţjófabálk ađ ţađ skuli vera siđlausir lögmannsţorparar, vandlega merktir hrunflokkunum alrćmdu, sem grćđa mest á öllu saman. Ţetta minnir á ţegar Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, uppáklćddur í kjólföt og međ föđurmorđingja um hálsinn, skeit í buxurnar í mikilli stertimennaveislu hér um áriđ og pestin af honum ćtlađi alla viđstadda lifandi ađ drepa.
mbl.is Vill ađ málinu verđi skipt upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Búrtík tannar hćkil grátgjarns smádrengs

dog1.jpgŢađ er ekki amalegt fyrir skođanalausa gluggaskrautiđ sem ţeir hafa fyrir formann í hćgri vinstri grćnum ađ hafa ađ baki sér jafn stórkjaftađa og blóđgrimma búrtík sem vílar ekki fyrir sér ađ hlaupa aftaní lítinn dreng og bíta hann svo harkarlega í hćlinn ađ hann liggur hágrátandi í drulluforinni fyrir framan Framsóknarfjósiđ. En Búrtíkin kallar fátt ömmu sína, nema ef vera skyldi Steingrím J. Sigfússon, sem er ţinglýstur eigandi hinnar frćknu Búrtíkur varnarţing og lögheimili. Nú bíđa margir í ofvćni eftir ađ Búrtíkin láti svo um munar til skarar skríđa gegn búttađa baunarassinum Sigmúndi Dávíđ, lćsi tönnum sínum demanthörđum í afturendann á honum og hristi úr honum ţađ litla sem eftir er af pólitískri golu í nösunum á honum. Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ ţví. Og ef ég ţekki Búrtíkina rétt, ţá mun hún ekki láta ţar stađar numiđ heldur er hún vís međ ađ stökkva eins og pardusdýr í lćriđ á tannlausu búrtíkinni hans Steingríms, honum Árna Ţór sparisjóđsmanni, og snúa hann niđur eins og baulandi nautkálf, ţví Búrtíkin á harma ađ hefna á téđum Árna Ţór.

En ég held ég mćli fyrir munn allra landsmanna ţegar ég segi, ađ eins gott sé ađ margnefnd Búrtík taki sig ekki til og leggi til atlögu viđ blessađ gluggaskrautiđ og éti ţađ upp til agna, eins og frćndi Búrtíkurinnar, sjálfur Úlfurinn, ţegar hann sporđrenndi Rauđhettu og Ömmunni hér um áriđ. Ef Búrtíkin fremdi ţađ vođaverk, vćri eigandinn nauđbeygđur til ađ sćkja kindabyssuna og leiđa ţetta uppáhalds gćludýr sitt bak viđ hlöđu og kenna ţví sitthvađ um púđur og blý.
mbl.is Björn Valur rćđst ađ Bjarna Ben.
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fryggđarvísitala Íslands er einnig í frásögur fćrandi

ingv35_1233328.jpgEftir allar hunguraldirnar, Móđuharđindin, Stórubólu, Svartadauđa og Stóradóm, voru Íslendingar orđnir svo blauđir ađ ţeir hafa einlćgt valiđ friđ ţó ófriđur hafi veriđ í bođi. Ţessi vesala vandrćđaţjóđ skreiđ eins og hver önnur fćrilús undir vćnginn á heimsvaldasinnum í USA og NATO og nú síđast leggja hinir blauđustu af öllum huglausum til ađ viđ höldum lúsaganginum áfram og gröfum okkur eins og skellóttar skóprottur undir sorphauga ESB. Ţessvegna gefa málsmetandi menn lítiđ fyrir ađ Ísland tróni eft á lista yfir friđsćlustu ţjóđir heims, ţví ţeir vita sem er ađ friđarviljinn stafar af aumingjaskap og endalausum skorti á sjálfsvirđingu en ekki einlćgum friđarvilja.

Ef einhver reisn vćri á Íslendingum vćrum vér búnir ađ brjóta undir okkur Fćreyjar, Hjaltland og Orkneyjar ásamt Grćnlandi og Jan Mayen og í haust vćri komiđ ađ ţví ađ fara međ vopnum á Skandinávíu. Eina ljósiđ í myrkrinu er Framsóknarflokkurinn, en innan hans munu vera í bígerđ metnađarfullar áćtlanir um landvinninga og langţráđan hernađ; fyrsta opinbera skrefiđ í ţá átt tók lautinant Sveinbjörg ţegar hún lýsti yfir stríđi Framsóknar gegn moskum og múhámeđstrúarmönnum.

Aftur á móti hefir Ísland verskuldađ veriđ efst á lista yfir fryggđaróđustu ţjóđir heims, ţađ hefir fryggđarvísitalan margsannađ. Frú Ingveldur, Kolbeinn, Borgargagniđ og Indriđi Handređur eru öll dásamleg dćmi um fólk sem fullt er af fryggđarvilja og framkvćmir ţađ sem ađrir ţora ekki einusinni ađ hugsa um. Ţó er hálf-kynlegt, ađ Íslendingar séu ţau endemis skítseyđi og glugghross ađ taka ćtíđ fryggđina og friđinn fram yfir mannbćtandi og stćlandi ófriđ. Ţađ hefđi gömlu mönnunum í íslendingasögunum ţókt lítilmannlegt og til illrar úrkynjunar falliđ á sinni tíđ.
mbl.is Ísland er enn friđsćlast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar frú Ingveldur Gardal banađi manni sínum

dog4Frú Ingveldur Gardal, langa-langamma frú Ingveldar eiginkonu Kolbeins Kolbeinssonar, var kvenna errilegust í lífi og starfi. Á efri árum bađ hún á hverjum morni og hverju kveldi ađ Drotinn tćki Magnús eiginmann hennar til sín í sinn altumlykjandi náđarfađm. Ástćđan fyrir bćnarefninu vóru hrotur Magnúsar, en hann hraut manna mest og best. Ađ lokum gafst frú Ingveldur Gardal upp á Drotni og ákvađ ađ taka öll ráđ í sínar höndur; sagđi hún Drotni sjálfum í óspurđum féttum, ađ fyrst hann vćri slíkt hundspott ađ leyfa Magnúsi hroturnar vćri hún nauđbeygđ til ađ segja honum upp störfum. Nóttina eftir ađ frú Ingveldur hafđi rekiđ skapara himins og jarđar útá guđ og gaddinn, hóf Magnús upp sínar venjubundnu hrotur međ háu korri, blćstri og snorki. Frú Ingveldur svarađi manni sínum međ ţví ađ draga seglgarnsspotta undan kodda sínum og bregđa honum um háls hans og herđa ađ. Sá gamli brá blundi međ miklum andfćlum og patađi útí loftiđ, en ţví miđur og seint ţví eiginkona hans herti betur ađ hálsi hans og tókst kyrkja karlinn međ harmkvćlum. Ađ verki loknu dró hún fram skriffćri sín og orkti eftirfarandi sorgarljóđ:

Ég hengdi Mánga minn í nótt međ snćri,
svo mér er ţungt um hjartarót af trega.
En Mángi heitinn hraut svo gífurlega,
ađ hér var ekki nokkurt undanfćri.

Um morguninn fengu hundarnir og kettirnir ólseiga steik í árbít, sem ţeir ţó fyrirgáfu matmóđur sinni ţví hún skenkti ţeim ómćlt af rauđvínskúti sínum stórum til ađ skola niđur steikinni.
mbl.is Drap eiginmanninn og eldađi líffćrin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stađreyndirnar gćtu orđiđ skeinuhćttar

ingv30.jpgSvo blessuđ telpan óskar ţess ađ rannsókn málsins ljúki og umrćđan fari ađ snúast um stađreyndir en ekki stórlygar og órökstuddar dylgjur.

Ja ţađ er nú ţađ og jamm og já.

Ţađ er svosem ekki borđliggjandi ađ Valhallartríóiđ í innanríkisráđuneytinu kćri sig eins mikiđ um beinharđar stađreyndir í lekamálinu og ţau vilja vera láta; ađ minnsta kosti ekki ađ allur landslýđur viti allar stađreyndir um lekann góđa, sem var svo asskoti brillíant og beinskeyttur ţegar af stađ var fariđ. Ţađ gćti nefnilega fariđ gríđarlega (orđiđ ,,gíđarlega" er uppáhaldsorđ innanríkisráđherra) illa međ umrćtt tríó ef umbúđarlausar stađreyndir lekans kćmu fram í dagsljósiđ; ţađ kynni ađ ţýđa rimla, slagbranda, gaddavír og hnausţykka járnbenta steimsteypta veggi undir yfir og alltumkring fyrir veslings fólkiđ. Eđa eru ţađ máske Reynir Traustason og félagar sem ţurfa meir ađ óttast rimlana og gaddavírinn? Ţađ má víst fjandinn vita. En lekamáliđ blívur ţví ţađ er skemmtilegt, gáfulegt og í alla stađi dásamlegt.

Ţegar margumrćtt lekamál komst í hámćli, sagđi Máría Borgargagn, sem gjörţekkir leiki borgarastéttarinnar, ađ ólíklegt vćri ađ allir kćmust óslasađir frá ţessari kyndugu uppákomu, sennilega myndi einhver lenda í steininum, einkum og sérílagi ef stađreyndir málsins nćđu ađ skríđa fram í dagsljósiđ, eđa jafnvel í gapastokknum. 
mbl.is Ţórey leitar réttar síns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar ţeir ćtluđu ađ sprengja frú Ingveldi og Kolbein til Andskotans.

ass3Ég held ţeir hefđu átt ađ leyfa sprengjumanninum atatna ađ bomba höfuđstöđvar auđvaldsflokkanna, sem kenna sig viđ íhald og jafning, í loft upp. Ţađ hefđi veriđ landhreinsun af ţeim skítakompum ef ţađ hefđi gerst. En ţví miđur var mannfjandinn stoppađur af og meira ađ segja úrskurđađur í gćsluvarđhald!

Skömmu eftir Hruniđ góđa hér á Íslandi ćtluđu ţeir ađ koma fyrir ódćmum af sprengiefni viđ heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar og láta síđan allt klabbiđ fjúka útí veđur og vind ásamt međfylgjandi hávađa og mannfalli. Á ögurstundu sá frú Inveldur til hryđjuverkamannanna og skarst í leikin. Ţrátt fyrir ađ vera all-ölvuđ af hvannarrótarbrennivíni tókst henni ađ lćđast aftanađ ódćđishundunum og slá ţá gjörsamlega kalda og gera sprengjur ţeirra upptćkar. Fám dögum síđar hófst styttan af öreigaskáldinu Kristjáni Kristjánssyni á loft međ gríđarlegum hvelli og sundrađist útum víđan völl. Var ţar komin sprengjan, sem í fyrstu var ćtlađ ađ granda frú Ingveldi, Kolbeini Kolbeinssyni og húsi ţeirra ágćtu. Frú Ingveldur sagđi frá ţessum atburđum á fulltrúaráđsfundi sjálfstćđismanna í Valhöll og var gerđur góđur rómur ađ frásögn hennar og ţókti mönnum koma vel á vondann, ađ stytta af einskisnýtu klámskáldi og kommúnistasvíni fćri í ţúsund mola í stađ orđlagđra sćmdarhjóna sem gjörvöll borgarstéttin hefir velţóknun á.
mbl.is Sprengjumađurinn í gćsluvarđhaldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nú er stóra tćkifćriđ fyrir Eiđ Smára

vik_1237754.jpgÉg hjó eftir í viđtalinu viđ Eiđ Smára ađ samningur hans í Belgíu er ađ renna út og hann ekki tilbúinn ađ leggja skóna á hilluna. Nú tel ég ađ stóra tćkifćriđ í boltanum sé ađ renna upp. Ég er ekki í nokkrum vafa um ađ hann getur gert hagstćđan samning viđ Víking Ólafsvík um ađ leika međ félaginu í sumar og nćsta sumar og sumariđ ţar á eftir. Ekki er ađ efa, ef Eiđi ber gćfa til ađ semja viđ Víking, ţá mun ţađ verđa kórónan á hans glćsta ferli. Í Víkingi mun hann og hitta fyrir auk samlanda sinna knáa kappa frá Spáni, Bosníu og Póllandi, en Eiđur ku vanur ađ spila međ útlendingum svo hann á sannarlega heima á Ólafsvíkurvelli.
mbl.is Er ofdekrađur heima fyrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Úr Hruni á Hrauniđ - Eđa leggjast út á fjöllum

jail2.jpgAđ sjálfsögđu er hann saklaus, nema hvađ.

Ţegar hann var handsamađur ćpti hann, ,,ég er saklaus, ég er saklaus!" Fyrir réttinum svarađi hann öllum spurningum sem var beint ađ honum, ,, ég er saklaus, ég er saklaus." Og međ ţessi orđ á vör verđur honum stungiđ inn á Litla-Hraun.

Já hann er ekki orđmargur blessađur fyrrverandi forstjórinn og lítiđ gefinn fyrir ađ málfarsflćkjur. Ţó má telja líklegt ađ föngunum á Hrauninu muni takast ađ rugla hann svo í ríminu ađ hann játi uppúr svefni allar sakargiftir sem uppá hann hafa veriđ bornar eftir Hrun. En ţađ skiptir varla miklu máli úr ţessu hvort hann játar eđa neitar, lýsir sig saklausan eđa sekan: hann fer á Hrauniđ ásamt vinum sínum, stórbóndanum og ţeim píreygđa. Og ef ţeir reyna ađ strjúka, hafa ţeir ekki annađ uppúr ţví en ađ gripnir og skutlađ samstundis í Svartholiđ til einangrunar.

Fyrir ţessa ógćfusömu pilta, forstjórann fyrrverandi, stórbóndann og ţann píreygđa, er nú fátt orđiđ í stöđunni annađ en ađ fara ađ dćmi Arnesar Pálssonar og Eyvindar Jónssonar og leggjast út uppi á örćfum eđa norđur á Hornströndum. Ađ öđrum kosti verđa ţeir ađ láta sé lynda nćstu áratugina ađ gista innan múrsins ađ Litla-Hrauni.
mbl.is Hreiđar Már lýsti yfir sakleysi sínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forsenda góđs réttarkerfis og óhjákvćmilegs réttlćtis

GlćpamennAuđvitađ er Sverrir dómari allsekki vanhćfur til ađ dćma í máli ţar sem bróđir hans, Ólafur Ólafsson stórbóndi, útgerđarmađur og framsóknarmađur ađ Miđhrauni I er ađili ađ. Ţađ er einmitt forsenda góđs réttarkerfis og óhjákvćmilegs réttlćtis, ađ vćnir menn og velsettir eigi góđa ađ í hópi dómara og séu til dćmis ekki dćmdir í fangelsi uppá blávatn og svartabrauđ fyrir aungvar sakir eđa tćknileg álitamál. Svo ţađ er í góđu ađ einn stórbóndi og samskipamiđlari eigi sterkan frćndgarđ innan dómarastéttarinnar.

Sérstakur saksóknari á heldur ekkert međ ađ vera ađ básúna yfir landslýđ hverjir á sakamannabekknum eru skyldir hverjum í dómarasćtunum; ţessháttar framferđi veikir samfélagsins góđan skikk og grefur undan nauđsynlegri stjórnskipan. Viđ ţessum óláns kjafthćtti sérstaka saksóknarans verđur ríkisstjórnin ađ bregđast međ ţví ađ setja hann af nú ţegar.

Ég trúi ekki ađ ţjóđin sé svo illa gerđ og andstyggileg, ađ hún vilji umfram annađ sjá sína bestu syni og dćtur bak viđ lás og slá innan um hrođalega glćpamenn. Fangelsin eru ekki fyrir Ólaf Ólafsson stórbónda og hans líka, ţau eru fyrir snćrisţjófa, slagsmálhunda og dópsprúttara. Ţetta verđum viđ ađ muna um leiđ og viđ gáum ađ Guđi.
mbl.is Hefđi ekki átt ađ fara í fjölmiđla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţó fátt sé um fína drćtti koma ţó fjölmargir kandídatar til greina

kamar.jpgNúnú ţađ hlaut ađ koma ađ ţví ađ félagi Ólafur Ragnar sćktist ekki eftir endurkjöri og ekkert viđ ţví ađ segja. En ţađ verđur ţrautin ţyngri fyrir ţjóđina ađ fá ţó ekki vćri nema skítsćmilegan forseta í stađ félaga Ólafs, enda fátt um fína drćtti í ţeim efnum. Sennilega munum viđ fá eitthvert kyndugt snuddmenni á Bessastađi af ţeirri tegund sem líkja má viđ geltan fresskött sem liggur geyspandi í besta sófanum í stáss-stofu eigenda sinna.

Og ţó.

Ţađ vill svo einkennilega til, ađ ţađ munu vera fáein eintök á rjátli sem ekki munu fúlsa viđ ađ gjörast forsetar Íslands, hálfgerđir útikamrar ađ vísu en glćsileg eintök samt. Í fljótu bragđi koma nöfn eins og Steingrímur J. Sigfússon, Tryggvi Ţór Herberstsson, Jón Gnarr, Ţorsteinn Már Samherji og Jón Steinar Gunlaugsson uppí hugan, allt sérkennilegir fuglar kunnir af kúnstum og sjónhverfingum. Úr kvennastétt eru virkilega áhugaverđar til forsetastarfs ţćr Ingibjörg Sólrún, Hanna Birna ráđherra, Álfheiđur Ingadóttir og Hildur Lilliendalh. Ţá koma spekingar eins og Egill Helgason, Ingvi Hrafn og Ţorsteinn Pálsson vel til greina, svo ekki sé nú minnst á Finn Ingólfsson, Jón Ásgeir og Halldór Ásgrímsson.

Jú, ţegar betur er ađ gáđ, ţá er bara heilmikiđ af hugsanlegum forsetakandídötum í sjónmáli. En ađ ţessu sinni verđum viđ ađ muna ađ glopra nú ekki ţessu ćđsta embćtti ţjóđarinnar í hendurnar á einhverjum forhertum ódámi sem líklegur er til ađ neita ađ skrifa uppá icesave-reikninga framtíđarinnar, eđa er á móti auđvaldsapparatinu ESB, eđa er líklegur til ađ slá svikular ríkisstjórnir utanundir međ blautum sjóvettlingi ţegar ţćr hafa gert í bóliđ sitt.
mbl.is Sćkist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband