Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Heimdellingurinn í runnanum

Ţađ er augljóst ađ mađurinn sem skeit í runnann á Austurvelli í morgum er heimdellingur fyrst hann er góđkunningi lögreglunnar. Ţađ er alkunna ađ heimdellingar telja sig undantekningarlaust til vina dómsmálaráđherra og ţar međ eru ţeir sjálfkrafa góđkunningjar lögreglunnar. Augljóst og einfalt. Ţess utan ber ţađ vott um ómengađa frjálshyggju ađ ganga örna sinna rétt fyrir framan nefiđ á Jóni Eirs Sigurđssyni.

Í dag frétti ég af öđrum heimdellingi, sem í frjálshyggjukasti reyndi ađ skríđa innum glugga hjá kvenmanni í austurbćnum síđastliđna nótt. Ekki tókst samt betur til en svo, ađ eiginmađur kvenmannsins tók á móti heimdellingnum um leiđ og hann datt innum gluggann á klósettinu og veitti honum ráđningu sem ćtti ađ duga heimdellingnum í bráđ.

Af kvenkyns heimdellingum er ţví miđur lítiđ ađ frétta ţessa dagana, utan ein og ein af ţví taginu hafa sést í slagtogi međ aldurhnignum togarasjómönnum, sem lifđu sitt fegursta á síđutogurunum uppúr miđri síđustu öld. 


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dásamlega smekkleg verđlaunaafhending

Ţađ er um ađ gera fyrir hina frjálshuga valhallardindla ađ verđlauna hverja ađra áđur en ţeir verđa settir af.

Hvađ varđar heiđurskjöldinn, sem Stefán Eiríksson höfuđsmađur ţáđi úr gljáfćgđum frjálshyggjuloppunum á Ţór Sigfússyni, er nćsta víst ađ Stefán vann fyrst og fremst til ţeirra verđlauna fyrir afburđa góđa frammistöđu í Kastljósinu fyrir nokkrum dögum, ţar sem hann atti kappi viđ Evu Hauksdóttur. Í viđureign sini viđ Evu lét Sefán sér ekki fipast ţegar hann kom ađ gatnamótum sannleikans og hélt sínu striki Kastljósiđ á enda.

Já, ţađ er dásamlegt ţegar vaskir valhallarguttar taka uppá ađ verđlauna hverja ađra.


mbl.is Stefán Eiríksson heiđrađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Herra byskubinn ćtti ađ bannfćra kvikindin

Nćr hefđi herra byskubinum yfir guđskristni á Íslandi veriđ ađ bannfćra, og vísa í verri stađinn, í hátíđamessu sinni í Hallgrímskirkju, ţeim leiđindaskepnum sem leitt hafa meiri hörmungar yfir landiđ en hafís, byljir og gjörningaveđur samanlagt frá landnámstíđ.

En byskubinn getur ţó gert bragarbót á mistökum sínum í morgun í sjónvarpsmessunni á ađfangadagskvöld. En ţá ćtlast ég líka til ađ hann láti misyndiskvikindin hafa ţađ óţvegiđ á tyrknesku og leitast viđ međ kröftugri bćn ađ kveđa niđur til Vítis alla Mammons drýsildjöfla.

Ef herra Karl Sigurbjörnsson hrćđist ađ leggja til atlögu viđ ófénađinn, skal honum bent á, ađ hann á vísann stuđning til verksins hjá ţúsundum međhjálpara, sem ekki munu telja eftir sér ađ ađstođa hans herradóm viđ verkiđ. 


mbl.is Von í viđjum skuldanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hlífiđ oss viđ meira hagfrćđisnakki

Ţađ er varla heimsendir ţó hagfrćđisnuddari međ lágţýskt eftirnafn láti einhverja fádćma reginheimsku útúr sér. Ég er mest hissa á hvađ fjölmiđlar eru duglegir viđ ađ lepja upp í ţrugliđ í hagfrćđikjánunum. Ekki vantađi neitt uppá í stuđningi ţessara ekki-vísindamanna viđ fárglćfragönuhlaup frjálshyggjubesefanna sem sett hafa ţjóđfélegiđ á annann endann, ef ekki á hvolf.

Ţađ er sjálfsögđ krafa á fjölmiđla, ađ ţeir hlífi landsmönnum viđ meira hagfrćđingasnakki. Eđa eins og skáldiđ sagđi: ,,Ráđlegt er ađ hafa í hakk hagfrćđinga og skítapakk."


mbl.is Höft eđa Evrópusambandiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Illvígur krankleiki í peningarottustofninum

Rottur eru ógeđsleg kvikindi, ekki síst peningarotturnar sem gengiđ hafa ljósum logum undanfarin ár. Viđ íslendingar vorum svo óheppnir ađ hér kviknađi upp svćsinn peningarottufaraldur sem smitađi ţjóđina af alskyns illvígum sjúkdómum, andlegum og líkamlegum. Sem betur fer kom upp svo hastarlegur krankleiki í peningarottustofninum sjálfum ađ allt útlit er fyrir ađ hann deyji út á blessunarlega skömmum tíma. Rottuholurnar Glitnir, Kaupţing og Landsbanki lögđust til dćmis saman fyrir nokkrum vikum og fjöldinn allur af öđrum rottuholum eru í uppnámi. Sumar rotturnar eru flúnar af hómi, ađrar dauđar og enn ađrar vafra helsjúkra um á öskuhaugum fjrálshyggjunnar. Allt horfir ţetta í rétta átt og standa vonir til ađ búiđ verđi ađ kveđa nagdýrapláguna niđur ađ mestu leyti međ vorinu.
mbl.is Telja rottur geta valdiđ hjartasjúkdómum hjá fólki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóladvergarnir og ćttingjar ţeirra

Í vissum skilningi er ég sammála séra Jóni Knúdsen, ađ ćskilegt sé ađ banna jóladverga. Sjáiđ til dćmis hann Össur okkar hérna Skarphéđinsson. Hann er af ćtthvísl stjórnmálatrúđa og ţar međ náfrćndi jóladvergana sem séra Knúdsen vill banna. Og hvađ međ dýrastofninn, sem starfrćkir hinn heilaga Mammonssöfnuđ, sem hvíslast í Sjálfstćđisflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu? Yrđi ekki affarasćlast ađ bannfćra ţann heiđingdóm? Ţá vćri ekki úr vegi ađ athuga hinar löngu strollur af frćđimönnum og faríseum sem ţjóđin hefur komiđ sér upp. Í ţeirri argaţvögu úir og grúir af jóladvergum, hagdvergum, viđskiptadvergum og hlanddvergum sem líta úr eins og mykjuskán á stofugólfi.

Ójá drengir mínir, ţađ er margt í mörgu sem huga ţarf ađ í forarvilpu samfélagsins.


mbl.is Vill banna jólasveina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćrbuxur og sokkar

Klukkan hálf sex um morguninn hafđi Kolbeini loks tekist ađ sólunda öllu lausafé heimilisins í botnlaust svall. Ţegar vertinn á kránni varđ ţess áskynja ađ veski og vasar Kolbeins vćru orđnir galtómir, tók hann vingjarnlega í öxlina á Kolbeini og mismunađi honum af festu út um dyrnar og útá götu.

Nú voru góđ ráđ dýr. Og Kolbeinn skjögrađi heimleiđis á skóm sínum jakkafötum og hvítri skyrtu einum fata, ţví nćrbuxum og sokkum hafđi glatađ fyrr um nóttina.

Ţegar Kolbeinn fann loks heimili sitt voru báđar útidyrnar lćstar og enginn kom til ađ ljúka ţeim upp, hvernig sem hann barđi og sparkađi. Auk ţess voru allir gluggar hespađir aftur svo engin leiđ var ađ komast innum nokkurn ţeirra, nema brjóta ţá međ sleggju.

Ţegar hér var komiđ sögu, átti Kolbeinn einskis úrkostar annađ en ađ ráfa útá malbikađ strćtiđ. Ţar biđu hans götubörn, sem sendu honum tóninn međ hávađa og ćsilegum tiltektum, en fullorđna fólkiđ sigađi á hann hundum sem bitu hann í kálfana og sýndu sig í ađ míga utaní buxnaskálmar hans.

Um kvöldiđ strauk Kolbeinn af landi brott međ útlendum ćvintýramönnum, sem staddir voru í Reykjavíkurhöfn á skútu sinni.

Ţađ var ekki fyrr en Íslands fjöll hurfu endanlega ofaní hafiđ útviđ sjóndeildarhring, ađ Kolbeinn uppgötvađi ađ hann var bćđi sokka- og nćrbuxnalaus. En honum var fjandans sama, ţví bölvađ landiđ međ fjöllum sínum og skríl var blessunarlega horfiđ sjónum, en hann sjálfur kominn međ sjósótt og farinn ađ kasta upp út yfir borđstokk skútunnar.


mbl.is Allt opiđ í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hálfflegnu griđungana fyrir björg sem fyrst

Fyrst herra Gjeir Haaarde vogar sér ađ halda fram ađ hann sé á engann hátt persónulega ábyrgur fyrir stöđunni sem upp er komin í ţjóđfélagin, er ekki hćgt ađ álykta annađ en ađ mađurinn sé veruleikafirrtur, dómgreindarskertur í meira lagi, eđa hann lćtur sig hafa ađ tala vísvitandi gegn betri vitund.

Raunar skiptir engu máli hvort Gjeir telur sig ábyrgan, ekki ábyrgan, eđa ábyrgđarlausan međ öllu. Dagar hans og flokkssytkyna hans í Sjálfstćđisflokknum eru brátt taldir viđ stjórnun landsins. Nýtt og betra ţjóđfélag rís ekki úr frjálshyggjurústunum og verđur ađ veruleika nema án ađildar og afskipta Sálfstćđisflokksins.

Og ţađ skulu allir Gjeirar og Davíđar kapítalismans á Íslandi vita, ađ sókn fólksins gegn ţeim mun ekki linna fyrr en ţeir verđa horfnir af hinu pólitíska sjónarsviđi fyrir fullt og allt. Og ţó ađ Gjeirarnir og Davíđarnir séu miklir menn, hrokafullir og hortugir, tekst ţeim ekki ađ stöđva ţá byltingu sem nú er hafin á Íslandi.

Góđir landsmenn til sjávar og sveita: Ţađ er okkar ađ reka flótta Gjeiranna og Davíđanna, Hannesanna og Ţorgerđarnar. Ţví fyrr sem ţau hlaupa eins og hálfflegnir griđungar fyrir björg, ţví betra. 


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krafan er: Ástţór og Ásgerđi í Frjálslyndaflokkinn.

Mér finnst einhvernveginn ađ, ,,Lýđrćđishreyfingin," hiđ ,,ţverpólitíska" bandalag Ástţórs Magússonar og Ásgerđar Jónu ćtti ađ leita hófanna hjá Frjálslynda flokknum. Ţau mundu sóma sér vel viđ hliđina á Jónka Magg og Mánga Ţór, sem eru eins og menn vita afar ţverpólitískir hćgri menn.
mbl.is Lýđrćđishreyfingin fundar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gagnrýnisvert val á rćđumönnum

Ţó ađ ég hvetji alla sem vettlingi geta valdiđ ađ mćta á Austurvöll í dag til ađ mótmćla gjörđum valdastéttar auđvaldsins, sem og auđvaldskerfnu sjálfu sem er hinn eini sanni sökudólgur, verđ ég ađ veita mér ţann munađ ađ gagnrýna val á frumćlendum mótmćlafundarins.

Ţađ kann ekki góđri lukku ađ stýra, ađ frumćlendur ţessara funda séu nćr eingöngu af standi menntamanna, blađamanna og rithöfunda. Ţađ verđur ađ hleypa rödd róttćks verkafólks ađ, annars er hćtt viđ ađ fundirnir kođni niđur í einsleitt menntamannamuldur í stofukratastíl.

Ég skora ţví á skipuleggjendur Austurvallar- og Háskólabíósmótmćlafunda, ađ gera bragarbót á vali frummćlenda og leita hiklaust smiđju verkafólks ţegar ţeir velja fólk til ađ tala á fundunum.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband