Leita í fréttum mbl.is

Maður er nefndur Jón Hvalur; hann háði stríð á jólaföstunni

eldurSá maður er heitið hefur Jón Hvalur og enn er á dögum eftir því sem best er vitað, varð fyrir því óláni á jólaföstunni síðust, að lúsategund nokkur tók sér bólstað í höfði hans; það var hafíslús. Eftir að hafa klórað sér linnulítið í tæpa viku, brá Jón Hvalur á það ráð, að hella steinolíu í hársvörð sinn því hann hafði heyrt að þessháttar olía dræpi kvikfénað af lúsarkyni. Þegar lýsnar urðu steinolíunnar varar, fluttu þær sig búferlum niðurávið allt niður fyrir beltisstað og herjuðu þaðan á húsbónda sinn, sem brást við öskureiður og skvetti vænum slurk af olíu innum buxnaklauf sína, en tókst svo óhönduglega til að glóð út vindlingi, sem hann var með milli vara sinna, skaust ofaní buxnaklaufina á eftir steinolíunni. Á samri stundu stóðu miðvígstöðvar Jóns Hvals í björtu báli og máttu lýsnar taka á öllu sínu til að bjarga sér aftur fyrir skut. Sagt er, að á þeirri stundu hafi Jón Hvalur bæði verið bjartsýnn og svartsýnn á að óvinir hans væru horttveggja í senn vondir og mjög vondir og þyldu logandi vítishernað vel og illa. 
mbl.is Bjartsýnni en svartsýnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband