Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur okkar J. er ekki að klofna

stgrÍ sjónvarpsfréttunum í kvöld var viðtal við þann óklofna svavarsvædda stórkarl Steingrím J. Sigfússon. Að vonum bar bar sá óklofni sig mannalega, enda handhafi ráðherrastóls, og vísaði útí hafsauga öllu hjali um að flokkurinn hans, Vinstri grænir, væri að klofna í tvennt, það væri engin hætta á slíku. Athyglisverðast við þessa afneitun Steingríms er að annað hvort var stórkarlinn að ljúga blygðunarlaust eða hann er ekki lengur með á nótunum, hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast í flokknum sem hann á að heita formaður fyrir.

Ef svo illa er komið fyrir formanninum að hann viti ekki handa sinna skil í innanbúðarmálum VG verður ekki umflúið að velviljað fólk upplýsi blessaðan karlinn um að heldur betur sé farið að fjara undan honum og að flokkurinn sem hann stýrir sé nú þegar klofin, hangi einungis saman á fáeinum fúaspottum sem eru meir en líklegir til að gefa sig þá og þegar; ennfremur, að formaðurinn geti sjálfum sér um kennt hvernig komið er. 


mbl.is Flokksráð ítrekar andstöðu VG við inngöngu í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Já , blessaður karlinn er gjörsamlega orðinn kexruglaður af þessu icesave stússi sínu. Hann þekkir ekki muninn á réttu og röngu lengur.

Hann þyrfti að fara í langa endurhæfingu.

Sveinn Elías Hansson, 16.1.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Vona að hann komi með inn í Samfylkinguna. Hann er frábær.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.1.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég get sagt þér það, Þórdís Bára, að VG mun bráðlega auglýsa Steingrím J. til sölu. Og með í kaupunum fylgja Álfheiður Ingadóttir, Svavarsslektið, nokkrar búrtíkur og 10-15 dekurdýr. Pakkinn selst í heilu lagi við vægu verði.

Jóhannes Ragnarsson, 16.1.2010 kl. 22:34

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Minnir á Jón krata kallaður Jón Klofningur.  Hann sagði:  "Ég hef ekkert klofið."

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samfylkingin er svo sem ágætis ruslakista.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

En mikið yrði það nú athyglisvert ef Steingrímur tæki nú skrefið til fulls og gengi í Samfylkinguna. Hann stofnaði VG á sínum tíma einmitt vegna þess að hann vildi ekki að Alþýðubandalagið rynni inn í Samfylkinguna, ekki sízt vegna Evrópumálanna. Eða það var allavega opinbera skýringin. Sennilega hefur þó tapið í formannskjörinu gegn Margréti Frímannsdóttur skipt ansi miklu máli.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband