Leita í fréttum mbl.is

Sófaspekingar kvótaauðvaldsins í Eyjum í stríði við þjóðina

robb2_831158.jpgSvo er að sjá að Vilhjálmur Egilsson tali ekki vitleysuna í kvöld útí Vestmannaeyjum. Meðal annars er haft eftir kauða, ,,að áður en kvótakerfið var tekið upp hefðu verið eintóm vandamál í sjávarútveginum og það hafi verið mjög erfitt að stjórna efnahagsmálum á Íslandi á meðan kvótakerfið var handan við hornið og að kvótakerfið sé einn af grundvöllunum fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi."

Ja, sér er nú hver grundvöllurinn fyrir efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Hvað ætli kvótakerfið eigi stóran þátt í efnahagshruninu mikla fyrir rúmu ári? Það skyldi þó aldrei vera, að umrætt kvótakerfi hafi einmitt verið grundvöllurinn að efnahagshruninu? Ef sjávarútvegurinn á Íslandi var vandamál fyrir daga kvótakerfisins þá varð hann að illkynjaðri meinsemd eftir að umrætt kerfi var tekið upp.

Og hvernig hefur stöðugleikanum verið varið í sjávarbyggunum hringinn í kringum landið? Þar hefur ríkt stöðug hnignun og sumstaðar er allt nánast ein rjúkandi rúst. Það er því ekki nema eðlilegt að vikapiltur auðvaldsins dásami þetta kerfi arðráns, spillingar og glæpaverka. Og það skal Vilhjálmur Egilsson vita, að hann og vinnuveitendur hans eru þeir einu sönnu sófaspekingar og kaffihúsasérfræðingar, svo notað sé hans eigið tungutak á eyjafundinum, sem notað hafa fiskveiðiauðlindin íslendinga, sem og gjörvalt hagkerfið, sem leikfang og tilraunastofu fyrir hugmyndafræði frjálshyggjukapítalismans og ágrindarinnar sem hann grundvallast á. Nú hefur þetta óskammfeilna lið sagt þjóðinni stríð á hendur í þeirri von að það geti ránsfeng sínum. En sem betur fer mun þjóðin hafa betur gegn auðvaldinu í þessum slag. Eða hvað? ...

 

 


mbl.is Fjölmenni á fundi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er tilbúinn í stríð við útgerðina "any time". Ég við að þeir skilgjaldeyrinum heim.

Gísli Ingvarsson, 21.1.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þessi staðreynd þín er einfaldlega röng Þorbjörn minn. Ég er mest hissa á að þú skulir voga þer að nefna landverkafólk í þessu sambandi því það hefur einungis borið skaða af kvótasukkinu. Þá hafa sjómenn verið arðrændir samviskusamlega af útgerðinni í gegnum kvótakerfið, látnir taka þátt í kvótakaupum, henda fiski í sjóinn í stórum stíl, landa framhjá vigt og undir hælinn lagt hvort þeir fá eitthvað í sinn hlut í þeim aðförum. Útgerðin í skjóli stjórnvalda hefur með framgöngu sinni eftir að kvótakerfið komst á stórskaðað sjávarbygginar. Þetta er staðreyndir sem enginn getur litið framhjá, nema harðsvíruðustu og siðblindustu hagsmunaaðilarnir og Sjálfstæðisflokkurinn. Það var þetta fólk sem kom Íslandi á vonarvöl. Það er ekki nema von að þetta lið vilji halda ránsfeng sínum í nafni stöðugleika. Ja svei!

Jóhannes Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband