Leita í fréttum mbl.is

Ljótur leikur

kolMér þykir mbl.is teyja sig ansi langt með því að titla Ragnar Kjartansson ,,listamann." Það er svo sem meir en líklegt, að Ragnari þessum langi til að vera listamaður, sem hann er auðvitað ekki; en að espa upp vitleysuna og hégómann í manninum eins og mbl.is gerir með því að kalla hann listamann, er ljótur leikur. Sporgöngumönnum Garðars Hólm er enginn greiði gerður með þessháttar opinberu háði. Eitt hið sorglegasta sem fyrir augu manns getur borið, er athyglissjúkur einstaklingur sem berst við að vera listamaður af miklum vilja en engum mætti.  


mbl.is Ragnar sýnir The End á Sundance
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað þarf maður að uppfylla til þess að geta kallast listamaður Jóhannes ?

Eða öllu heldur: Hvað er list ?

hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sá maður er listamaður sem kann að gleðja augu og eyru annarra og útvíkka skilning þeirra á lífinu og tilverunni og vekja þá til umhugunar.

Annars er ,,listin" margbreytileg og getur birst í allra kvikinda líki.

Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 22:13

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já, já og listin getur jafnframt verið á sundskílu í Feneyjum, það er varla hægt að hugsa sér betri innsetningar.  Og hvaða þvæla er þetta um að Ragnar sé ekki listamaður?

Magnús Sigurðsson, 24.1.2010 kl. 22:18

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú getur máske verið svo vænn, Magnús, að lýsa fyrir okkur í hverju listamennska Ragnars er fólgin.

Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér finnst Ragnar hafa verið að gera mjög skemmtilega og athyglisverða hluti..

Er Það ekki heiður fyrir þjóðina hvað hann er að meika það vel úti í heimi.

hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 22:27

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki vantaði að Garðar Hólm ,,meikaði" það útí hinum stóra heimi.

Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2010 kl. 22:35

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson, 24.1.2010 kl. 22:40

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Er þetta list Magnús?????

Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 22:48

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

þarna er bæði um svokallaða innsetningu að ræða og tónlist.  Svo kann að vera að þetta sé bara einfaldur gjörningur, en það þarf engin að efast um að þetta hefur glatt blessuð börnin og þau kunna að meta sanna listamenn.

Magnús Sigurðsson, 24.1.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband