Leita í fréttum mbl.is

Reffileg kerling knúin af vindvél

divaHelvíti er hún nú reffileg kerling þessi Hera Björk, sem sumir segja að sé söngkona. Hún ætlar breyta laginu, sem mér skilst að hafa unnið EvuogRagnhildarkeppnina í gærkvöldi, jafnvel að skipta um lag ef þannig verkast. En það sem heillar mig sérstaklega eru þau orð Heru Bjarkar, að ,,núna fái hún að standa fremst á sviðinu með vindvélina framan í sér."

En svona okkar á milli sagt, þá átta ég mig satt að segja ekki á þessari dularfullu ,,vindvél" sem sönggyðjan ætlar að hafa framan í sér. Mér dettur helst í hug maskína sem blæs lofti niðrum vélindað á henni til að gera hana stórbrotnari og umfangsmeiri á sviðinu og framleiðir í leiðinni framandi hljóðeffekta sem fara vel við sigurlagið. Þó má vera að þessi andskotans ,,vindvél" þjóni einhverjum öðrum og mun skuggalegri tilgangi, sem best er að hafa sem fæst orð um.

En hvað um það: Ég fer ekki ofan af því að Hera Björk sé helvíti reffileg kerling, - með eða án vindvélar.


mbl.is „Gerum pottþétt breytingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er valkyrja sem við sendum út næst, það er nokkuð ljóst.  Ég er hrifin af þessari reffilegu fjallkonu.   Svei mér ef hún þrumar okkur ekki bara upp í fyrsta sætið í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband