Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálafræðingur og forvalssóði

svabbi1Hún er vægast sagt einkennilegur gripur þessi Silja Bára Ómarsdóttir ,,stjórnmálafræðingur" og háskólakennari, enda innanbúðarmær hjá flokkseigendum VG, Svavarsarminum alræmda, sem tekið hefur efri-millistéttarfémínístana uppá sína spilltu arma.

Samkvæmt Silju Báru, er alveg sjálfsagt að beita öllum brögðum í prófkjörforvölum ef tilgangurinn er að leggja ,,miðaldra karla" að velli. Þessi heimskuþvæla í stjórnmálafræðingnum, sem sjálf tók þátt í að forvalssiðleysi svavarsistanna, er byggð á ótrúlegum fordómum, að maður segi ekki  mannfyrirlitningu, gegn karlmönnum. Satt að segja færi best á að innantómt prófgráðufólk af þessu tagi léti sem sjaldnast og minnst í sér heyra.

Hinsvegar hefur fólk átt býsna auðvelt með að rekja slóðina eftir forvalssóðanna í VG í Reykjavík. Það er nefnilega enginn kenndur þar sem hann kemur ekki. Fyrir utan heimskuleg rassaköst stjórnmálafræðingsins, hafa borist fréttir af hringingum Álfheiðar Ingadóttur í fólk þar sem þessi hugljúfi heilbrigðisráðherra og fyrrum fiskeldisdrottning lagði að því að kjósa Þorleif Gunnlaugsson alls ekki í neitt sæti.

Og hver ætli hin raunverulega ástæða sé fyrir óvild flokkseigendafélagsins í VG í garð Þorleifs? Jú, glæpur Þorleifs er sá að vera stuðnings- og samverkamaður Ögmundar Jónassonar og tilheyra þar með vinstriarmi VG. Þessvegna var réttlætanlegt að koma honum á höggstokkinn með öllum ráðum.

Úr því sem komið er, sé ég fátt sem getur komið í veg fyrir að VG klofni í tvo flokka. Gamla flokkseigendafélagið með Svavar Gestsson, Álfheiði Ingadóttur og Steingrím J. Sigfússon í fararbroddi hefur slitið friðinn í flokknum með hátterni sínu. Það er bláköld staðreynd að það er bæði ómögulegt og mannskemmandi að vinna með því fólki. Þetta er lið sem vill engu breyta í raun og veru og kann best við sig við rúllettuborð kapítalismans og að velta sér uppúr hinum borgaralega fláttskap og snobbi.   


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það er orðið nauðsynlegt að við vinstrimennirnir kljúfum okkur frá þessu snobbhyski sem hugsar eingöngu um eigið rassgat.

Það er ekki eftir neinu að bíða, stjórnin er hvort eð er að reyna að tryggja meirihlutann með því að bjóða framsókn stóla, og að sjálfsögðu munu þeir þiggja þá.Verði þeim að góðu. En það þarf alvöru vinstri flokk hér, ekki menntasnobbflokk eins og nú er.

Sveinn Elías Hansson, 9.2.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Algjörlega sammála þér, Sveinn. Og það sem meira er, þá eru æ fleiri í vinstriarminum farnir að hugsa sér alvarlega til hreyfings. Þetta tekur bara sinn tíma.

Jóhannes Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 21:44

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég á akaflega erfitt með að þola umrædan heilbrigðisráðherra.  Hvað heldur hún eiginlega að hún sé???????????

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.2.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað er alvöru vinstri flokkur?  Er það flokkur sem áfram vill halda í flokksræðið, kvótakerfið og  og  og................. alls ekki ganga í Evrópubandalagið til að viðhalda þessu umrædda flokksræði og klíkuskap???

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.2.2010 kl. 14:14

5 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Alvöru vinstriflokkur, hugsar fyrst og fremst um hag alþýðunnar, ekki hyskisins.

Sveinn Elías Hansson, 11.2.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband