Leita í fréttum mbl.is

Ef Bjarni Ben er heiðarlegur maður

Nú þykir mér tísta í tittlingaborg: Bjarni Ben með utandagskrárumræðu um stöðu efnahagsmála! Það held ég verði nú málatilbúningur.

Ef Bjarni er heiðarlegur maður, þá mun framsöguræða hans að sjálfsögðu fjalla um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lagði efnahag íslensku þjóðarinnar í rúst með áður óþekktri spillinu hér á landi, vanrækslu og pólitískri kreddu.

Einnig má ganga að því vísu, ef Bjarni Ben er heiðarlegur maður, að hann upplýsi þingheim um þátt einstkra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í vafasömu fjármálavafstri síðustu ára og alla styrkina sem Flokkurinn og frambjóðendur á hans vegum hafa þegið með þökkum úr gjafmildum lúkum útrásardólga, kjafagvótaþega og annarra siðlausra fjárglæpamanna.

Nú ríður á að Bjarni Benediktsson sýni í verki að hann sé heiðarlegur maður.


mbl.is Rætt um stöðu efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hann hlýtur að vefja´Jóhönnu um fingur sér!!

Sveinn Elías Hansson, 16.2.2010 kl. 10:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér líkar ekki andinn í þessum pistli þínum Jóhannes, "Eg verð að segja það" eins og Steingrímur Hermannsson komst stundum að orði.

Ef mér skjátlast ekki þá finnst mér andinn í þessu vera einhvern veginn þannig að þú leyfir þér að efast um "hlutleysi" Bjarna formanns í skoðunum á því hvar rót vandans liggur!

Þvílík andsk. ósvífni og tortryggni. Bjarni mun tala "vafningalaust" um alla þá sem kúkuðu á sig á vaktinni. Og ekki síst þá sem voru að gambla með eitthvert fé sem aldrei var til en átti að vera pakkað inn í einhvers konar vafninga.

Það mun ekki "vefjast" fyrir honum að benda á þá sem þarna "kunna kannski að hafa látið sér verða það á" að kúka í buxur annara. 

Árni Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband