Leita í fréttum mbl.is

VG í Kópsvogi féll á prófinu - svavarsvæðingin færist í aukanna

vgEkki er annað hægt að segja en að VG í Kópavogi hefi fallið illa á forvalsprófinu í dag. Að flokkur sem kallar sig ,,vinstrihreyfingu" að fornafni skuli láta sig hafa það að kjósa hægrisinnaðan spjátrung í fyrsta sæti á framboðslista í næstsærsta bæjarfélagi landsins er hvort tveggja í senn, stórhlægilegt og fyrir neðan allar hellur. Og til að bæta gráu ofaná svart lenti Guðný Dóra Gestsdóttir, systir Svavars flokkseigendakeisara og icesave-snillings, í öðru sæti. Þar með er VG í Kópavogi fallið ofaní ruslflokk í pólitískum skilningi.

Það er því ljóst að flokkseigendafélgi Svavars, Álfheiðar og Steingríms hefur tekist að koma sínum bútíkum í fyrsta sæti framboðslista VG í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins. Þessi niðurstaða undirstrikar í leiðinni að VG er ekki vinstriflokkur, því síður samtök sósíalista og síst af öllu flokkur alþýðu og verkalýðs.

En þrátt fyrir að stuðningsmenn svavarsvæðingar, Icesave-samninga, óbreytts kvótakerfis í sjávarútvegi, fjórflokksins og borgarlegs snobbs og undirlægju háttar hafi unnið nokkrar orrustur innan VG uppá síðkastið og telji sig þar með hafa öll tromp á hendi, er stríðinu fráleitt lokið!

 Úr því sem komið er hlýtur að fara að styttast í óhjákvæmilegt uppgjör innan VG, uppgjör á milli hins hægrisinnaða og svavarsvædda arms og vinstriarmsins. Ég er ekki í nokkrum vafa um hvor aðilinn stendur af sér veðrið í því uppgjöri og hvor þeirra deyr eins og útlifuð skepna inní Samfylkinguna og/eða Framsóknarflokkinn.


mbl.is Ólafur Þór afgerandi í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú ert hressandi bloggari Jóhannes. Nú fer ég að fylgjast með af alvöru.

Finnur Bárðarson, 27.2.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband