Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkinn á að banna með lögum

alf3Eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hníga öll rök að því að nauðsynlegt sé að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum. Það ætti öllum að vera ljóst, að það voru hottinteglar Sjálfstæðisflokksins í stjónmála- fjármála- og atvinnulífi, sem ollu Hruninu mikla með hroðalegri starfsemi sinni. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins er ekki nóg að einn eða tveir einstaklingar taki sér leyfi frá þingstörfum meðan mesta rykið er að setjast; allur Flokkurinn verður að fara á sorphaug sögunnar og dvelja þar til eilífðar, slíkir eru glæpir hans gegn landi og þjóð.

Einnig er borðliggjandi, að hækjur Sjálfstæðisflokksins síðastliðna tvo áratugi, Framsókn og Samfylking, verða að hreinsa ærlega til á heimilum sínum, en þau urðu að algjörum spillingarbælum á frjálshyggjutímanum.

En Sjálfstæðisflokkinn verður að leysa upp og banna eins og gert hefur verið við öfgahægriflokka erlendis. Í þeim efnum ættu engar málamiðlanir að koma til greina. 


mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristján Mikkaelsson

Eðlilega á að banna Sjálfstæðisflokkinn. Það er eina leið þeirra sem telja að Íslandi sé betur borgið í faðmi afturhalds og skattpíningarflokka.

Það er rétt að margt mátti betur fara í viðskiptalífinu í stjórnartíð XD og XB og margt var rangt gert þegar ljóst var að hrunið var óumflýjanlegt og einnig í einkavæðingu bankanna. Þegar hrunið dundi yfir okkur voru þeir sem í eldlínunni stóðu að reyna að gera sitt besta. En er það ekki umhugsunarefni að rúmu einu og hálfu ári síðar getur þessi vesæla ríkisstjórn sem nú er við völd gert neitt til að koma þeim sem ollu hruninu ábyrga og kyrrsetja þá. Ég tala nú ekki um að það hefur nú ekki verið ráðið í ábyrgðarstöður í þessari ríkisstjórn öðruvísi en að þar ráði spilling og hagsmunatengsl framyfir fagmennsku. Segið mér nú...,hver er munurinn á drullu og skít. Bið fólk að huga að því að innan allra flokka er fólk sem er heiðarlegt og einnig fólk sem er óheiðarlegt. Það er því helber vanþroski að banna eigi einn flokk framyfir annan. Bönnum frekar þá alla og ráðum fagmenn til að stjórna landinu í stað misvitra einstakklinga sem enga reynslu hafa af stjórnun og rekstri og borgum þessum fagaðilum almennileg laun frekar en að eyða peningum í þessa 63.

Ásgeir Kristján Mikkaelsson, 16.4.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er engin afsökun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að benda á þá sem eru að berjast við að hreinsa upp skítinn eftir hann. Ef einhver stjórnmálasamtök eru afturhald á Íslandi er það hinn sóðalegi Sjálfstæðisflokkur; engum flokki hefur tekist að kippa landinu eins langt afturábak eins og þessum óhugnarlega söfnuði tókst á árunum 1991 til 2009. Sök Sjálfstæðisflokksins er svo himinhrópandi, að art erður hjá þí komist að íhuga alvarlega að banna stafsemi hans.

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Til allrar hamingju er enn hægt að tjá sig á Íslandi enn.  Það er ekki einn flokkur sem ber ábyrgð á vitleysunni sem var í gangi.  Ábyrgðin liggur hjá stjórn allra flokka, FME, Seðlabankanum og öðrum aðilum.  Hins vegar væri gaman að sjá úrræði til handa þeim sem ekki fóru offari í góðærinu heldur geta enn staðið í skilum!!!  Þeirra hagur hefur versnað og mun versna enn, lán á uppleið en þar sem þeir standa í skilum þarf ekki að laga neitt???

Gunnar Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á ,,vitleysunni" (glæpnum). Ábyrgð Framsóknar og Samfylkingar liggur í hækjulíferni þeirra með Sjálfstæðisflokknum. Það eru aðeins þessir þrír flokkar sem bera ábyrgð á Hruninu.

VG kom þar hvergi nærri, hvað þá Hreyfingin. Þannig að kenningin um að ábyrgðin, eða öllu heldur ábyrgðarleysið, liggji hjá stjórnum allra flokka er því alröng, kjaftæði, ófyrirleitin málflutningur.

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband