Leita í fréttum mbl.is

Torgerður á fórnaraltarið og Flokkurinn fær englavængi

xdÞað á ekki af Torgerði Kattrínu að ganga, kerlingartötrinu svorna. Ekki var skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis fyrr komin út en grimmir hælbítar voru sestir um heimili hennar með dólgslegu háreysti, fettum og brettum og létu sér ekki segjast fyrr en karl faðir hennar gekk út og talaði yfir hausamótunum á skrílnum eins og sannur fornmaður. Virtist skrílmennum einna líkast að þar færi Njáll bóndi Þorgeirsson að Bergþóshvoli endurborin og lögðu niður skott sín umyrðalaust og tóku fyrirhugaða njáls(torgerðar)brennu af dagskrá.

xd1En Torgerður er ekki sloppin þó götuskríllinn sé á braut. Klukkan 9:30 á þessum fallega vormorgni ætlar æðsta ráð fræðimanna og farísea Sjálfstæðisflokksins að leggja Torgerði á píningarbekkinn og láta hana meðganga að Hrunið mikla sé henni einni að kenna. Að svo búnu verður hún lögð á fórnaraltarið, bannfærð og varpað útí ystu myrkur.

Það er sem sé trú sjálfstæðismanna að verði Torgerði fórnað á altari Flokksskrifstofunnar muni ránfugl Sjálfstæðisflokksins ganga í endurnýjun lífdaga og svífa í hæstu hæðir á englavængjum í stað gömlu fjaðralausu ránfuglsvængjanna.

En Sjálfstæðisflokkinn á að sjálfsögðu að leysa upp og banna með lögum. Í þeim efnum á ríksstjórnin og Alþingi dálítið verk að vinna  


mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þeir hræra í skítnum miðjum, en gleyma að þrífa úr hornunum.Svo halda þeir líka að allir séu fábjánar eins og þeir.

Hamarinn, 17.4.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband