Leita í fréttum mbl.is

Hryllingsóperan Finnur í græðgislandi

GlæpamennMikið er nú viðkunnanlegt að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sé að opna kosningaskrifstofu í dag með ræðuhöldum og skemmtidagskrá. Það verður áreiðanlega ósköp notalegt að hlýða á rokkarana úr Borgarholtsskóla flytja nokkur númer úr söngleiknum um Lísu í Undralandi. Þá verður ekki síður upplífgandi að heyra sjálfann Framsóknarkórinn syngja valdar aríur úr hryllingsóperunni,, Finnur í græðgislandi", sem fór eins og menn muna, frægðarför um Ísland fyrir fáeinum árum.

Nú, svo verða frambjóðendur Framsóknaflokksins á svæðinu með blöðrudýr, en það munu vera fyrrverandi ráðherrar flokksins. Hinsvegar ku næsta erfitt orðið að halda lofti í umræddum frafsóknarráðherra-blöðrudýrum sökum þess hve götótt þau eru orðin og músétin og sum þeirra auk þess þung á sér af offylli eftir græðgisvæðinguna miklu þegar Halldór og Finnur léku aðalhlutverkin fyrir hönd Framsóknarmaddömunnar heitinnar.

Að öllu samanlögðu er eitthvað óhugnarlega móðuharðindalegt við að Framsóknarflokkurinn skuli enn þann dag í dag, á þí herrans ári 2010, vera að opna kosningaskrifstofur.  


mbl.is Framsókn opnar kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er með ólíkindum að þetta fyrirbæri sé enn til.

Hamarinn, 22.4.2010 kl. 12:40

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Íslands ógæfu verður bókstaflega allt að vopni þessa dagana.

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.4.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband