26.4.2010 | 16:58
Á hvaða ferðalagi er Læmingjabandalagið í VG?
Vegna viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar til AGS, sem er til umfjöllunar í grein mbl.is, og viðbrögð Steingríms J. við fyrirspurn um hana á Alþingi, læt ég hér fylgja athyglisverða grein eftir Ara Matthíasson, sem birt var á Smugunni, um sama mál, ásamt athugasemdum lesenda:
,,Ef einhvern lærdóm má draga af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, fyrir utan þá staðreynd að sú þjóð sem afhendir þjófum aðgang að fjárhirslum þurfi ekki að láta koma sér á óvart að verða rænd, er að oddvitaeinræði er vísasta leið til glötunar. Þetta mátti sjá í valdaátökum oddvita ríkisstjórnar Geirs Haarde við fyrri oddvita sem urðu til þess að annað hvort voru engar ákvarðanir teknar eða þá þær sem urðu til þess að hámarka tjónið. Þannig var upplýsingum kerfisbundið haldið frá almenningi eða ósannindum haldið að honum og þeir sem gagnrýndu stefnuna voru sagðir illkvittnir ídjótar, en um þetta allt má lesa í skýrslunni góðu þar sem RNA hefur sent fyrrverandi oddvitum ríkisstjórnar bréf um afglöp þeirra í starfi sem oddvitarnir hafa aftur svarað með gamalkunnum afsökunum og fyrirslætti: Ég bar ekki ábyrgð, ég vissi ekki, ég skildi ekki.
Þeir sem þá stjórnuðu skildu ekki hversu mikið frelsi er í því fólgið að hafa almenning upplýstan um hinar erfiðu aðstæður og að kallaðir séu þannig til allir sem nenna að hafa skoðun á málum auk þeirra sérfræðinga í hverjum málaflokki sem okkur hefur auðnast að koma upp. Þá verða teknar upplýstar ákvarðanir og lýðræðislegar sem þjóðin ber ábyrgð á.
Ríkisstjórn Íslands, sú sem nú situr, stendur frammi fyrir mörgum erfiðum ákvörðunum við endurskipulagningu samfélagsins. Hún hefur t.d. á lofsverðan hátt, reyndar fyrir baráttu nokkurra þingmanna VG sem vegna andófs síns verið kallaðir kettir til aðgreiningar frá læmingjabandalaginu, ákveðið að birta allar upplýsingar um hið illræmda Icesave-mál á vefsíðunni Ísland.is, en áður en andófsmennirnir skelltu hurðum svo stjórnarráðið nötraði stóð einungis til að menn fengju að kíkja á gögnin undir eftirliti í sérstöku herbergi.
Sem sagt: Gott.
En það er allt annað má sem mig langar að benda á hér. Nú hefur verið afgreidd önnur endurskoðun AGS og á heimasíðu sjóðsins má lesa viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir. Þar kemur fram að ríkisstjórnin mun ekki styðja Íbúðalánasjóð til að mæta afskriftum skulda. Yfirlýsingin segir jafnframt að ekki standi til að framlengja frestun á nauðungarsölu frekar en nú er orðið og að þau úrræði sem skuldugum standa þegar til boða verði látin duga.
Hér eru sem sagt stórpólitísk tíðindi á ferðinni og ákvarðanir sem tilkynntar eru án þess, svo séð verði, að fram fari upplýst umræða. Við erum að fá staðfestingu á því að þau úrræði sem þegar voru fram komin fyrir kosningar séu sú skjaldborg um heimilin sem boðið verður upp á þrátt fyrir að fjöldi fjölskyldna sem teljast til öreiga hafi meira en tvöfaldast frá árinu 2008.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um greiðslu- og skuldavanda heimilanna segir m.a.:
- Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.
- Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimila sem áætlað er að liggi fyrir í síðari hluta maímánaðar. Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.
Það umboð sem ríkisstjórnin fékk frá flokksráði byggir á þessari stefnuyfirlýsingu. Ef hverfa skal á svo veigamikinn hátt frá henni þannig að ekki verði gripið til frekari aðgerða tilhanda skuldsettum verður að koma til upplýstrar umræðu um þau mál. Vel getur verið að niðurstaðan yrði hin sama, en munurinn væri sá að hún væri okkar allra að vandlega ígrunduðu máli.
Eigum við að ræða þetta eitthvað?"
Athugasemdir (14)
marat skrifar:
Þetta er nú að verða aumur flokkur.
Ólöf skrifar:
Oddvitaeinræði segir þú: Steingrímur J.skrifaði einn og sjálfur undir samning, fór með samning inn í Alþingi sem hans eigin þingflokkur fékk ekki að sjá, vitandi að hann hefði ekki meirihluta og krafði svo alla um að hósta ekki á gjörðina því hann væri heilagur sjálfur.
Öll mál eru afgreidd milli SJS og Jóhönnu.
Er VG að líta í eigin barm?Doddi D skrifar:
Þetta er góð grein og nú þurfa allir alvöru lýðræðissinnar að þjappa sér saman. Berjast gegn ofríki og einræðistilburðum.
Kristján Hreinsson skrifar:
Frábær grein Ari.
Mikið væri nú yndislegt ef einhver ráðherra gæti sýnt okkur þá döngun að svara því sem þú ert hér að pæla. Staðan er kannski ekki beint í anda þess sem VG lofar ef ríkisstjórnin ætlar að framfylgja því sem þú nefnir: ,,En það er allt annað má sem mig langar að benda á hér. Nú hefur verið afgreidd önnur endurskoðun AGS og á heimasíðu sjóðsins má lesa viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir. Þar kemur fram að ríkisstjórnin mun ekki styðja Íbúðalánasjóð til að mæta afskriftum skulda.\"
Hvað er eiginlega að gerast á stjórnarheimilinu? Flýtur VG að feigðarósi?Haraldur Ingi Þorleifsson skrifar:
Það er merkilegt að okkar góði flokkur hafi tekið upp tvíræðisvinnubrögð gömlu stjórnanna sem við gagnrýndum svo harkalega.
Hvernig getur það verið að við séum svo samdauna ástandinu að það þyki bara sjálfsagt mál að einn maður geti skrifað undir samkomulag við AGS án nokkurrar umræðu? Samkomulag sem getur haft mjög svo víðtækar afleiðingar í för með sér þegar kemur að vanda heimilanna.
Það er tvennt í þessu sem stenst enga skoðun. Í fyrsta lagi vinnubrögðin, þ.e.a.s. að það sé alltaf þannig að okkur sé kynntur gerður hlutur án allrar umræðu. Hitt er svo náttúrulega samkomulagið sjálft sem virðist fela í sér algjöran viðsnúning frá svokallaðri skjaldborg heimilanna.
AGS virðist hafa ákveðið að þessa skjaldborg mætti ekki reisa. Steingrímur virðist síðan hafa samþykkt niðurrifið án þess að ræða við ríkisstjórn, þingflokk, alþingi eða þjóðina sem hann á víst að vera að vinna fyrir.
Ég hélt að flokkurinn minn væri betri.TH skrifar:
Spurt er: Flýtur VG að feigðarósi? Svar: Nei, þeir sigla þangað hraðbyri með utanborðsmótor.
Pétur Örn Björnsson skrifar:
Frábær grein hjá þér Ari.
Og ég spyr í framhaldinu í forundran:
Hvað er Vinstri?
Hvað er grænt?
Í svari Steingríms og læmingjabandalags hans er bara kerfislægur ná-kuldi.Gunnar Skúli Ármannsson skrifar:
Sæll Ari, mjög góð grein.
Ég er sammála þér að skuldugir einstaklingar eru á leið út í kuldann. Að sjálfsögðu hefði átt að ræða þetta á opinberum vettvangi. Það sem er verst að enginn virðist ætla að vara fólk við og reyna að draga upp mynd af því sem muni gerast.
Ein lausn er að allir lausagangskettir á Alþingi sameinist um bætta starfshætti og stefnur.Jóhannes Ragnarsson, Ólafsvík skrifar:
Athyglisverð og upplýsandi grein, Ari.
Það er ekki nema von að fólk staldri við eftir lestur slíkrar greinar og spyrji sig á hvaða ferðalagi VG sé eiginlega. Ég er nefnilega nokkuð viss um, að þegar Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð, hafi fáum dottið í hug að þeir ættu eftir að standa frammi fyrir vinnubrögðum af hálfu formanns flokksins í líkingu við það sem fram kemur í greina Ara. Það mætti ætla, að formaðurinn og læmingjabandalag hans, vinni að því öllum árum að ganga svo fram af flokksmönnum og kjósendum VG, að þeir sjái sér ekki annað fært en að yfirgefa samkæmið og skilja flokkseigendafélag Svavars, Álfheiðar og Steingríms eitt eftir í klónum á Jóhönnu, Össuri og Steinunni Valdísi.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað Steingrímur, Jóhanna og Gylfi ,,fagráðherra\" hyggjast fyrir með fólkið sem á yfir höfði sér að verða borið út á Guð og gaddinn með haustinu. Það mun varla vefjast fyrir þessum stórmennum ákveða örlög þess á lokuðum formannafundum þegar þar að kemur, rétt eins og þau skvetta frágengnum og undirrituðum samningi við ASG eins og keytu úr hlandkoppi framan í þjóðina, án þess svo mikið að leggja hann fyrir þingflokka sína áður, hvað þá aðra.Ágúst Valves Jóhannesson skrifar:
Það er algjörlega óviðunandi að ríkisstjórn sem kennir sig við hið ágæta vinstri dirfist til að gefa leyfi á það að skuldsettar fjölskyldur séu settar út á gaddinn og möguleikinn á leiðréttingu skulda og afskriftum heimila er útilokaður.
Vinstri? Hvað er vinstri? Sá einstaklingur sem kennir sig við vinstri hugsjónir vill jöfnuð í samfélagi, vilja réttlæti fyrir fátæka og almennilegt velferðarkerfi svo eitthvað sé nefnt. Sú staðreynd að AGS verði hér áfram brýtur á þessum þremur dæmum. Er það vinstri? Nei.
Ég ætla hér með að biðja ríkisstjórnina okkar að hætta að kalla sig vinstri sinnaða því með því er hún bæði að segja ósatt og skaða vinstrið.Jóhannes Ragnarsson, Ólafsvík skrifar:
Að gefnu tilefni biðst ég velvirðingar á að hafa láðst að skrá nafnið mitt við athugasemd sem ég sendi inn í gærkvöldi við grein Ara Matthísassonar hér að ofan. Umrædd athugasemd er númer 9.
Jóhannes Ragnarsson.Jón Torfason skrifar:
Er ekki einfaldast að taka bara upp gamla nafnið á flokknum, Alþýðubandalagið. Það mætti þá við núverandi aðstæður tala um Alþýðubandalagið og óháða, eins og á árunum 1995-1999. Stefna flokksforystunnar er vægast sagt sveigjanleg og tekur ekki mið af málefnaskránni.
Pétur Örn Björnsson skrifar:
Alþýðubandalagið/Læmingjabandalagið. Hvort heldur er, þá er það staðreynd sem Ágúst Valves bendir hér á, að þetta bandalag er að koma óorði á vinstri-stefnu og alla þá sem til vinstri hneigjast og hafa hneigst.
Vinni Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tíma aftur stóra sigra í kosningum, þá mun sá stóri sigur vinnast vegna þess, að fátt er venjulegu fólki verr við,
en það sem Læmingjabandalagið hefur í þessari ríkisstjórn gert sig sekt um, sem er skinhelgi, loddaraskapur og kosningasvik,
framið af aumingjaskap og jafnvel illgirni Læmingja bandalagsins.ES skrifar:
http://www.youtube.com/watch?v\=EyulGXF0_wQ
Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
- Tilkynning um andlát, gjaldþrot og útför Vinstrihreyfingarinn...
- Fræðifúskarinn hr. Bergmann hefir talað
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 41
- Sl. sólarhring: 389
- Sl. viku: 980
- Frá upphafi: 1541806
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Þetta er allt of langt til þess að ég nenni að lesa það.
Hamarinn, 28.4.2010 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.