Leita í fréttum mbl.is

Hún á heilan heim að vinna

rev1Það er auðvitað gleðilegt að braskaralýðurinn í Evrópu skuli liggja afvelta, hikstandi og vælandi, eftir að hafa étið yfir sig af óðs manns skít kapítalismans. Þessu kærkomna heilsuleysi auðvaldsins ætti alþýða heimsins að fylgja eftir að fullum þunga og gera útaf við kapítalismann í eitt skipti fyrir öll.

Því er nú einusinni þannig varið, að kapítalisminn er grundvallaður á að geta höfðað til lægri hvata mannskepnunnar þar sem ágirndin ríkir öðru ofar sem hreyfiafl þess versta í fari manna. Auk þess er kapítalisminn með þeim ósköpum ger, að honum fylgja óumflýjanleg krepputímabil, mis djúp, með tiltölulega stuttu millibili; þetta er náttúrulögmál sem ekki er hægt að breyta, hvenig sem farið er að. Þar af leiðandi er kapítalisminn ónothæfur  sem framtíðarskipulag heimsins.

Þegar hið þróaða kapítalíska kerfi borgarastéttarinnar riðar til falls, er nauðsynlegt að alþýða heimsins verði nægilega fljót að átta sig á að það sé hún sem á leik og það sé hennar skylda og eina von að byggja framtíð sína upp á sósíalískum gildum á rústum kapítalismans og borgarastéttarinnar. Í uppgjöri sínu við drottnandi stéttir á alþýða heimsins engu að týna nema hlekkjunum sem auðvaldið hefur lagt á hana. Hún á því heilan heim að vinna. 


mbl.is Uppnám á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband