Leita í fréttum mbl.is

Hverju orði sannara

Það er hverju orði sannara hjá Stevaníu Óskarsdóttur, að það er mikil eftirsjá að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur úr pólitíkinni, enda eru þær Stevanía og Steinunn Valdís systur.

Nú, það er náttúrulega alveg rétt hjá stjórnmálafræðingnum Stevaníu, að brotthvarf Steinunnar Valdísar muni ekki auka fylgi Samfylkingarinnar, öðru nær. Styrkjagosinn Dagur B. sér um að reyta fylgið af Samfylkingunni, ef marka má orð Hjálmars Sveinssonar, þess efnis að Dagur B. hafi viðað að sér helst til mikið að aurum til að fjármagna pólitískan fram sinn.

Og enn fer Stevanía með hárrétt mál, þegar hún segir að flótti Steinunnar Valdísar setji andskotann engan þrýsting á Guðlaug Þór, sem líka er skyrkjafingálk, að segja af sér þingmennsku. Enda á Guðlaugur margt ógert í stjórnmálum, meðal annars að verða formaður Sjálfstæðisflokksins, það er að segja ef Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki bannaður með lögum innan tíðar.

Ég vil að lokum geta þess, að ég dáist mjög mikið af stjórnmálafræðingum, gáfum þeirra og hæfileikum við að ráða framúr torskildum pólitískum fléttum langt á undan öðru fólki.  


mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er sérstaklega gaman að skoða svör stjórnmálafræðings sjálfstæðisflokksins Stefaníu um málefni sem varða hennar eigin flokksmenn.

Hefði MBL ekki betur rætt þetta við hinn háæruverðuga yfirstjórnmálafræðing Hannes Hólmstein?

Hamarinn, 27.5.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband