Leita í fréttum mbl.is

Rammfölsk nóta uppúr hjáróma væluskjóðu

The Beatles komu í síðasta skipti opinberlega fram saman uppi á þaki, en hr. Gnarr og D. B. Eggertsson koma í fyrsta skipti fram saman útá þekju í Breiðholtinu, sem er að sjálfsögðu hymingnævandi snjallt og umfram allt skemmtilegt.

En hvernig sem á því stendur, þá losna ég ekki við þá tilfinningu, hvernig sem ég fer að, að Dagur B. sé ekki minna en rammfölsk nóta innanum Gnarr, Proppé og Einar Örn og komi aldrei til með að hljóma öðruvísi en hjáróma væluskjóða úr öðru sólkerfi í meirihlutasveit með Bestaflokknum.

Leiðinleg og væmin Samfylking á enga samleið með skemmtilegu fólki. Leiðinleg og væmin Samfylking hæfir leiðinlegum og væmnum Sjálfstæðisflokki eins og kjaftur skel, eða ölluheldur eins og sorp hæfir ruslatunnu. 


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Dagur er heilsteypt persóna og afar trúverðugur... svo er hann bara ansi ári skemmtilegur líka... við mættum eiga fleiri slíka í pólitíkinni...

Brattur, 4.6.2010 kl. 20:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Metum ekki fólk af flokkum heldur persónuleika!

Þannig met ég alla vega fólk? Dagur B. fann bara ekki grundvöll fyrir sína hugsjóna-skoðun fyrr en núna M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2010 kl. 16:27

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona okkar á milli sagt, þá hefði Dagur B. átt að nema guðfræði og gerast pokaprestur í einhverju litlu prestakalli úti á landi. En Dagur ungur enn, svo vel má vera að hann fari að læra til prests í náinni framtíð og eigi eftir að syngja guðdómlegar ESB-messur yfir heyrnarlausum kerlingum fram til dala.

Jóhannes Ragnarsson, 5.6.2010 kl. 19:00

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Gleymdu nú ekki að Gnarrinn okkar ágæti getur kennt villuráfandi pólitíkusum eins og Dagi blessuðum hvernig maður nær fram réttlæti fyrir alla, sem ég held að Dagur vilji raunverulega! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband