Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk geðvilla

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárglæframaður var einn af helstu gerendum í íslenska bankahruninu. Fyrir fáeinum árum afhenti öfgafrjálshyggjuríkisstjórn, er þá var við völd, þessum manni heilan banka, sem var í eigu þjóðarinnar, á silfurfati fyrir ekkert. Fjárglæframaðurinn þakkað fyrir sig með Icesave og öðrum hundakúnstum, sem áttu stóran þátt í Ísland glataði sjálfstæði sínu í hendur AGS og rambar nú á barmi gjaldþrots.

Nú skildi maður ætla, að Björgólfur Thor og aðrir af sama kalíberi ættu ekki afturkvæmt, eftir það sem á undan er gengið, til nokkurra umsvifa á Íslandi. Liður í að setja þessa karla af til frambúðar var svokölluð búsáhaldabylting, sem skilaði VG og Samfylkingunni hreinum meirihluta á Alþingi.

Nú launa ,,vinstrflokkarnir" VG og Samfylking fólkinu sem kaus þá fyrir rúmu ári með því að endurreisa Björgólf Thor til áframhaldandi umsvifa á Íslandi í gegnum Verne Holdings ehf til að byggja og reka gagnaver í Reykjanesbæ. Hvað er þessi andskotans ófénaður, sem smokraði sér til valda í skjóli búsáhaldabyltingarinnar og vinstrimennsku, að meina með svona tilfæringum? Flögrar ekki að neinum í ríkisstjórnarflokknunum, að með því að endurreisa útrásardólga sé ríkisstjórnin að sýna alþýðu manna sem studdi hana til valda ómælda fyrirlitningu? Það er ekki nema von að lendsmenn séu komnir með ógeð á stjórnmálamönnum og athöfnum þeirra.

Það er ljóst að stjórnmálaelítan á Íslandi er haldin ólæknandi pólitískri geðvillu og er þar af leiðandi ekki á vetur setjandi. Þessu drasli verður alþýða landsins að koma úr húsi með góðu eða illu og taka völdin í sínar eigin hendur.  


mbl.is Lög um gagnaver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

menn sem búa á stöðum samstöðu og að meta náungann og hjálpa nágranna sjá í skírara ljósi spillinguna innan flokkanna.

SETJUM ÞÁ AF- KJÓSUM FÓLK EN EKKI FLOKKA.

EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.6.2010 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála það er þörf fyrir byltingu og þó firr hafi verið til að uppræta þessa spilltu fjórflokka

Sigurður Haraldsson, 7.6.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

 Nóg er af vélbyssum núna til að gera byltingu Sigurður minn, en ég held að þær séu bara í vitlausum höndum. En merkilegt annars að kaupa inn vopn fyrir 1,5 miljarða á "krepputíma" eða er það vegna þess að það er krepputími ?

Eyjólfur Jónsson, 8.6.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband