Leita í fréttum mbl.is

Þjóðkirkjulætin valda heimilisböli

femma2Nú er hafin enn ein stórstyrjöldin á heimili hjónanna geðþekku, frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar, og nú hvorki meira né minna útaf þjóðkirkjunni, byskuppum og prestlingum. Af sínu alkunna andvaraleysi, að ég ekki segi nautheimsku, fitjaði Kolbeinn Kolbeinsson uppá því við frú Ingveldi í síðustu viku, þegar neikvæðar fréttir af byskuppum runnu í sem stríðustum straumum frá allrahanda fréttaveitum, hvort ekki væri tímabært að þau hjónin segðu sig úr þjóðkirkjunni. Þegar Kolbeinn viðraði þetta sauðmeinlausa erindi stóð því miður þannig í bólið hjá frú Ingveldi að hún fuðraðu bókstaflega upp í eitt freyðandi tryllingsæði og sókti þegar að bónda sínum með standlampa sem hún lét ganga eins og mylluhjól um hrygglengjuna á honum. Þegar um hægðist og barsmíðunum slotaði, skildist Kolbeini að reiði frú Ingveldar grundvallaðist á því að henni þætti hann ekki hafa efni á að vera með uppsteyt gegn þjóðkirkjunni í svona máli. - Eða heldurðu krypplingurinn þinn, orgaði hún á Kolbein, -að ég viti ekki hvernig þú hefur hagað þér í gegnum tíðina þegar þú hefur haldið að ég myndi ekki frétta af bardúsinu í þér þegar þú ert á fylliríi, andskotans djöfullinn þinn?

Og Kolbeinn Kolbeinsson laumaði sér útí bílskúr til að leita að landakútnum sem hann hafði falið þar í síðustu viku.


mbl.is Þjóðarpúlsinn á þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband