Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofusjakali og auðvaldstrúður skríður undan borðinu

asiÞað lítur út fyrir, ef marka má frétt mbl.is, að forseti ASÍ sé um það bil að skríða undan skrifborðinu sínu á alþýðukontórnum, en þar hefur hann haldið til að mestu yfirbugaður af skelfingu síðan í búsáhaldabyltingunni. Að vísu gerði garpurinn eftirminnilega tilraun til að komast undir bert loft þegar hann réðist í það stórræði að halda ræðu á Ingólfstorgi þann 1. maí 2009 en var baulaður niður eins og hver annar auðvaldstrúður. Síðan þá Gylfi hann látið sér nægja að faðma Vilhjálm Egilsson og aðra fulltrúa atvinnurekendavaldsins.

En nú er sem sé útlit fyrir að skrifstofusjakalinn mikli á ASÍ-kontórnum sé kominn á stjá til að boða mönnum fagnarerindi stórkapítalismans um ESB, stóriðju, virkjanir á virkjanir ofan, Magma, Geysir Green, umhverfisspjöll, kvótakerfið í sjávarútvegi og endurreisn gamla Íslands, frjálshyggjunnar og græðginnar.

Hvað á íslensk alþýða að gera við skrifstofusjakala eins og Gylfa Arnbjörnsson og Kristján í Keflavík annað en að sparka þeim útí hafsauga? Það er í það minnsta mjög óviðeigandi að alþýðufólk verðlauni slíka dela með milljón á mánuði, eða þaðan af meira, í laun á mánuði fyrir að ganga erinda auðvaldsins. 


mbl.is Vanmáttug ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gylfi skríður undan borðinu, það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en verið rekinn strax aftur undir borð aftur. Jóhanna líður ekki að handhafi kratapassans sé að gagnrýna störf ríkisstjórnarinnar.

Þegar og ef Gylfi kastar passanum getur hann skriðið undan borðinu, þá er hætt við að launagreiðendur hanns komi til skjalanna og reki hann, ekki undir borðið heldur burt úr alþýðuhöllinni.

Þetta er snúin staða fyrir Gylfa, þó er líklegt að hann haldi fast í kratapassann sinn og skríði undir borðið aftur. Hann er nokkuð öruggur fyrir launagreiðendum sínum þar! Um sinn að minnsta kosti!

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband