Leita í fréttum mbl.is

Jahérna, Ögmundur minn

kross1Jahérna, Ögmundur minn, ósköp fjarar nú hratt undan þér þessa dagana. En svona er mannlífið: þar er engu að treysta fremur en fyrri daginn. Og hugsjónir deyja með ógnarhraða niður í mjúkar setur ráðherrastólanna eins og dæmin sanna.

Fyrir stuttu síðan, mér liggur við að segja: nokkrum dögum, var núverandi ríkisstjórn óalandi og óferjandi sökum hægrislagsíðu, fjármagnseigendadekurs, leynipukurs og og svika.

Hvað hefur breyst Ögmundur minn?

Þér hlýtur að líða vel eftir að hafa tekist að skáskjóta þér inn í bjargið til Steingríms, Álfheiðar og Svavars Gestssonar, ég efa það ekki, enda sagðirðu einhverntímann að þér þætti svavarsvæðingin í VG góð þegar á það var bent að VG sem róttækum vinstriflokki gæti stafað ógn af þessháttar innspýtingu.

Já, það ku vera gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri; enn betra er að hafa fleiri tungur, það getur reynst vel þegar ríður á að spila með hjartahreint hugsjónafólk. En með tímanum vex hættan á að slíkir margtyngingar fái drag í afturendann og skondrist útí það horn þar sem þeir eiga heima og félagsskapur er við hæfi.

Og nú betrumbætir þú skrípaleikinn við innkomu þína á ríkisstjórnarheimilið með því að ráða Höllu Gunnarsdóttur þér við hlið sem aðstöðarmann? Þessi stórundarlega ráðning jafngildir því að þú hafir gefið býsna stórum hópi fólks fingurinn; fokkað á það eins og krakkarnir segja.

En svo er nú það og það er nú svo.

Á sama hátt og Jón Hreggviðsson kastaði fram spurningunni: hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann, geta róttækir vinstrisinnar, sósíalistarnir, verkalýðssinnarnir spurt: hvenær er félagi félagi manns og hvenær er félagi ekki félagi manns? 


mbl.is Halla og Einar aðstoða Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Tek undir með þér!  Ja, hérna!

Auðun Gíslason, 10.9.2010 kl. 15:05

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Með ólíkindum.

Maðurinn sem "sagði af sér" vegna slæmrar stöðu í heilbrigðismálum (Icesave var bara fyrrisláttur enda ekkert breyst þar á 11 mánuðum) þar sem hann þorði ekki að reka ríkisstarfsmenn (atkvæði sín) er nú aftur kominn í límsæti í ríkisstjórn Helferðarinnar.

Óskar Guðmundsson, 10.9.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Hjartanlega sammála Jóhannes. Vona að  almennilegur vinstrisinnaður verkalýðsflokkur fari að líta dagsins ljós.

Rafn Gíslason, 10.9.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Oft var þörf en mú er nauðsyn, Rafn, á að stofna almennilegan vinstrsinnaðan verkalýðsflokk. Það er ótækt að láta sjálfhverfan háskólalýð einoka vettvang sósíalisma og stéttarbaráttu.

Ég er búinn að fá endanlega nóg af þessu rammfalska háskólaprófgráðudrasli sem svo sannarlega hefur leikið vinstri vænginn grátt í marga áratugi.

Jóhannes Ragnarsson, 10.9.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband