Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætli kjósendur Samfylkingarinnar hugsi núna?

ulfur-i-saudarg_665314234Ég er hræddur um að mörgum kjósanda Samfylkingarinnar hafi brugðið í brún þegar Jóhanna Sig lét sig hafa það að skríða útúr sauðargærunni og velja ræðustól Alþingis til þess arna.

Það er varla hægt að ímynda sér, að þúsundir kjósenda sem studdu Samfylkinguna í síðustu alþingiskosningum hafi órað fyrir því að Jóhanna myndi á ögurstundu beita sér jafn hart og raun ber vitni gegn því að helstu ráðamenn ríkisstjórnar Gjeirs Haaarde verði látnir standa fyrir máli sínu.

En þar sem Samfylkingin er krataflokkur og ráðamenn þar á bæ haldnir sönnu óforskömmuðu krataeðli, var svo sem ekki við öðru að búast úr þeirri áttinni, auk þess sem böndin voru farin að berast óþærilega nærri frú Jóhönnu og stutulsveini hennar, Össuri Skarphéðinssyni, sem bæði tvo voru engir aukagemlingar í Hrunstjórninni.

En vonandi fara kjósendur Samfylkingarinnar að átta sig á, að krataflokkar, hvað hafni sem þeir nefna sig í það og það skiptið, eru öflugir burðarásar kapítalismans og borgarastéttarinnar, skítugar auðvaldshækjur sem aldrei bregðast húsbændum sínum þegar þeim liggur lítið við.


mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svik, hræsni og tækifærismennska....

hilmar jónsson, 20.9.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landráð, lygi og spilling!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.9.2010 kl. 00:16

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála.

Þetta helvíti gengur ekki lengur.

Jóhannes Ragnarsson, 21.9.2010 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband