Leita í fréttum mbl.is

,,Helmingurinn lygi, hitt allt eintóm svik."

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Það er ekki nema von að hlakki í formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hann sér fram á framá að helsta stoð og hækja auðvaldsins, Samfylkingin, ætli að makka rétt við björgun hrunsráðerranna frá því að standa skil gjörða sinna gagnvart Landsdómi. Það hefur lengi verið ljóst sjáandi fólki, að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur eru iðandi spillingarbæli þar sem ýldufnykur mafíuhugsandi borgarastéttar svífur yfir vötnum.

Þjóðin þarf ekki aðeins að gera upp sakirnar við gjörspillta núverandi og fyrrverandi ráðherra borgaraflokkanna, fjármálakrypplinga, peningageðsjúklinga og fyrirlitleg glæpahænsni. Þjóðin verður að gera upp reikningana við auðvaldsflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Framsóknarflokk þar sem umrædd samtök hafa gerst sek um óverjandi tilræði við íslenska þjóð, lagt efnahagskerfi hennar í rúst, selt tugi þúsunda einstaklinga í skuldafjörta og stórskaðað sjálfstæði og orðspor landsins gagnvart umheiminum.

Eins og málin standa nú, er það í höndum VG hver framvindan verður: Éti Steingrímur og hans slekti spillingarjafninginn sem Samfylkingin hefur borið á borð í Landsdómsmálinu eru Vinstrigrænir endanlega búnir að vera sem stjórnmálaafl sem mark er á takandi. Það eru því síðustu forvöð fyrir VG að forða sér útúr hinu iðandi spillingarbæli borgarastéttarinnar.

Það þarf eingann uppskrúfaðan stjórnmálafræðing til að vita að hérumbil allir þeir sem kusu VG og Samfylkinguna við síðustu Alþingiskosningar ætluðust til og trúðu því að þeir stjórnmálamenn sem aðhöfðust ekkert til að afstýra eða lina höggið af hruninu og lugu til um ástand mála bæði innanlans og utan, yrðu dregnir fyrir viðeigandi dóm ef þessir flokkar næðu hreinum meirihluta á Alþingi. Þessa von kjósenda er Samfylkingin, með hrunráðherrana Jóhönnu Sig og Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, í þann veginn að svíkja. Um sjórmálaumsvif þessa lánlausa fólks má nota orð Megasar: ,,Helmingurinn lygi, hitt allt eintóm svik.

Það er ekki nema von að hlakki í Bjarna Ben., Guðlaugi Þór og Pétri Blöndal.

 


mbl.is Stuðningur Samfylkingar ræður miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær samantekt takk fyrir!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Hamarinn

Ef að hrært verður í hrunajafningnum, þá mun haus Bjarna Ben fljótlega dúkka upp. Þess vegna eru þeir á móti.

Eins er það með Jóhönnu hina heilögu, hún veit það að ef hrært er í samfylkingarjafningsspillingargrautnum, þá mun haus hennar heilögu fljóta þar ofaná.

Hamarinn, 21.9.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband