Leita í fréttum mbl.is

Ill meðferð á nauðstöddum mönnum.

björgÞeim er sannarlega ekki fisjað saman björgunarsveitarmönnunum á Kirkjubæjarklaustri. Mér er það til dæmis hulin ráðgáta hvernig í fjandanum þeir fóru að því að draga þrjá menn af flæðiskeri með björgunarstóli. Það væri sök sér þó björgunarmennirnir hefðu dregið þá er í nauðum voru staddir Í björgunarstóli til lands, en að draga aumingja mennina með þessháttar verkfæri er vonandi dæmalaust; það hefði áreiðanlega verið mun skárra að draga þá með dráttarvél, eða bara með handafli.  
mbl.is Bjargað af eyri í Núpsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Grimmilega gert, það fer ekki fram hjá nokkrum manni.

Páll Jónsson, 25.9.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Miðað við það sem ég les úr fréttinni þá voru þeir dregnir á gúmmíbát...

Kanski að þú hafir betri upplýsingar???

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.9.2010 kl. 04:15

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er búið að endurskrifa fréttina og færa til betri vegar, Ólafur Björn. Björgunarstóllinn er horfinn og gúmmíbjörgunarbátur kominn í staðinn.

Jóhannes Ragnarsson, 26.9.2010 kl. 09:22

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sem þýðir að æsifréttamenskan hefur verið notuð við upprunaleg skrif fréttarinnar...

Ótrúlega vitlausir þessir fréttamenn á mbl.is

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.9.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband