Leita í fréttum mbl.is

Mjög athyglisverð frétt úr DV

finnur2.jpgÍ Kastljósi RÚV íkvöld var frá vægast sagt undarlegum afskriftum banka á skuldum smábáts sem er í eigu í eigu eins stærsta gjafakvótaútgerðarfélags landsins. Af einhverri eða einhverjum ástæðum hefur mbl.is ekki birt þessa frétt, eð það hafa bæði DV og Eyjan gert. Til þess að mbl.is verði ekki algjörlega utangátta varðandi þessa stórfrétt læt ég frétt DV fylgja hér á eftir:

,,Smábátaútgerð í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk afskrifaða 2,6 milljarða króna á síðasta á ári hjá Landsbankanum samkvæmt ársreikningi félagsins. Ári áður en skuldir útgerðarinnar voru afskrifaðar greiddi móðurfélag útgerðarinnar hluthöfum sex hundruð milljónir króna í arð.

Frá þessu var greint í Kastljósþætti kvöldsins. Þar var greint frá því að Fréttablaðið vakti athygli á miklum skuldum sjávarútvegsfyrirtækisins Nóna ehf. á höfn í Hornafirði. Fyrirtækið skuldaði þá rúma fimm milljarða króna. Skammtímaskuldir fyrirtækisins voru 4,2 milljarðar króna í byrjun síðasta árs og áttu að koma til greiðslu sama ár.

Fyrirtækið tapaði tveimur og hálfum milljörðum króna árið 2008 en fyrirtækið byggir rekstur sinn á tveimur smábátum. Kvótaeign félagsins var metinn á tvo milljarða króna árið 2008.

Stjórnendur Nónu eru þeir sömu og stjórna sjávarútvegsfyrirtækinu, Skinney-Þinganesi á Höfn. Eigendur fyrirtækisins eru meðal annarra afkomendur Ásgríms Halldórssonar, fyrrum Kaupfélagsstjóra á Hornafirði. Ásgrímur var faðir Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Skinney-Þinganesi var eitt þeirra fyrirtækja sem átti í gegnum eignarhald í öðrum félögum aðkomu að kaupum hins svokallaða S-hóps á Búnaðarbanka Íslands þegar hann var einkavæddur.

Í kringum þá sölu spunnust umræður um hæfi þáverandi ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar til að koma að sölunni fyrir hönd ríkisins. Þá átti Halldór rúmlega eitt prósent í fyrirtækinu í Kastljóssþætti kvöldsins kom fram að það hefði ekki upplýsingar hvort að það hafi breyst. Skinney Þingnanes er handhafi 98 prósent hlutafjár í Nónu ehf."


mbl.is Atli tekur sér frí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Athyglisvert! Er ekki einhvert fiski-bátskrímsli eða útgerðar-skrímsli á austanverðu landinu sem ber nafnið Ásgrímur Halldórsson? Mig minnir að ég hafi lesið það einhvers-staðar? Gott ef það var ekki í tengslum við: Big Brother-mafíuna LÍÚ?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Sigurjón

Atli á skilið frí, en ég vona að hans málflutningur lifi samt!

Sigurjón, 1.10.2010 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband