Leita í fréttum mbl.is

Nú er Steingrímur hræddur, skíthræddur

hræddurÞað má merkja á orðum Steingríms að hann er hræddur, - skíthræddur. Hræddur við fólkið í landinu, hræddur við alþýðuna, hræddur við sína eigin flokksmenn.

Fyrir nokkrum dögum var strengjabrúðum Steingríms og flokkseigendafélags VG sparkað á einkar glæsilegan hátt útúr stjórn VG í Reykjavík. Það var mikið áfall fyrir hinn Mikla Formann. Í gær varð heyrinkunnugt að Landsbanki Íslands, sem er í eigu ríkisins og á forræði ríkisstjórnarinnar, hefði fellt niður skuldir hjá fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar á síðasta ári. Og í dag rigndi eggjum og mjólkurvörum yfir þingheim og aðrar yfirstéttarfígúrur milli Dómkirkju og Alþingishúss.

Það er því ekki nema von að Steingrímur sé hræddur. Hann skynjar að pólitískt líf hans hangir á bláþræði og ekki er lengur neitt rúm fyrir hann að beita venjubundnum hroka sínum og yfirlæti. 


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband